Nýtt kirkjublað - 15.02.1909, Blaðsíða 4
44 NÝTT KIRKJUBLAÍ)
„Getum vér baldið áfram bræðrafélaginu?11 Svo spurðu
allir sjálfa sig. En það var svo eftir að leysa hnútinn.
Mikið lán var það að enginn ílokkadráttur var til í
Bræðrasöfnuði Hér var um enga mótstöðumenn að ræða,
að eins um menn með öðrum skoðunum. Ekkert var heldur
annað en gott að segja um |)á ungu guðfræðinga, sem komu
frá Gnadenfelds prestaskóla. Til samkomulags studdi það og
eigi lítið, að enginn eíi var á, að heilög ritning var hinum'
nýju guðfræðingum nú enn kærari en áður.
Árangurinn af þessum bróðurlegu umræðum var sá, þrátt
fyrir hinn mikla skoðanamun, að bróðurbandið tengdist enn
fastari böndum en áður Báðum stefnunum var ]iað fullljóst,
að rígbindandi trúarjátning kæmi eigi að tilætluðum notum.
Að rígbinda væri sama sem að skilja, slíta bróðurbandið, sem
Jesús hefði bundið og til þess hefðu þeir ekkert leyfi.
Með þetta fyrir augum feldi synódan allar uppástungur
í þá átt að herða á jálningar ófrelsinu. Sú uppástunga var
og feld með miklurn atkvæðamun, að fella niður prestaskól-
ann og korna guðfræðingaefnum á rétttrúnaðarskóla annarstað-
ar, en samþykt tilkynning til safnaðanna svo hljóðandi:
„Á kirkjuþingi voru i ár hefir til umræðu komið guðtræði sú
sem kend er við prestaskóla voru. Eu lof og dýrð sé guði að
umræður þessar hafa farið mjög friðsamlega fram. Augljóst hefir
það orðið, að ýmsar guðfræðisskoðanir ríkja í söfnuðnm vorum,
sem eDgin leið virðist til, að svo komnu, að geti þýðst hver aðra.
Kirkjuþingið finnur sig því í miklum vanda statt. Umræðuruar
hafa leitt i ljós, að hér er um enga mannlega hjálp að ræða. Ilið
eina sem vér getum gert, og eigum að gera, er að treysta drott-
ins hiálp, og fyrir því biðjum vér af heilum hug og hjarta alla
vora bræður og systur, að bera þessa neyð f'ram fýrir guð i bæn-
um sínum og þreytast ekki, svo að söfnuðir vorir bíði ekki tjón
af þessu, heldur snúist þeim til blessunar.“
Jafnframt þessu samþykti kirkjuþingið, að bera meiri um-
hyggju fyrir ungum guðíræðingum en áður befði verið gert,
og séð yrði um, að þeim gæfist kostur á að kynnast guðfræð-
isstefnum annara skóla.
Mörgum kann að finnast þessi málslok ófullnægjandi —
segir fréttaritarinn. — En sá, sem verið hafði sjónar og heyrn-
arvottur, gat ekki varjst þeim áhrifuni að málslokin voru guðs