Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Qupperneq 1

Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Qupperneq 1
NÝTT KIRKJUBLAÍ) HÁLFSMÁNAÐARRIT FYEIE KEISTINDÓM OG KEISTILEGA MENNING 1910 Reykjavik, 1. sept. 17. blað leim að Sólum. Það var Norðlendingum harmur mikill er biskupsstóll, skóli og prentsmiðja voru flutt frá Hólum um næst-síðustu aldamót. Eg man gamla Skagfirðinga í æsku minni, er varla máttu óklökkvandi á það minnast. En Hólar lifðu í endurminningu Norðlendinga sem höfuð- ból alls Norðurlands. I öllum Skagafirði og eg má segja víð- ast hvar á öllu Norðurlandi var jafnan sagt „Heim að Hólum.“ Málvenjan sú átti ætt sína að rekjatil Hóladýrðarinnarfornu. Það jmtti jafnvel töluverður frami ungum mönnum að hafa komið „Heim að Hólum“ og séð dómkirkjuna með altar- isbríkinni miklu, krossmarkinu og biskupamyndunum, annað þá ekki eftir af Hóladýrðinni fornu. Á hverju sumri reið fjöldi fólks úr Skagafirði til Hóla- kirkju, það voru nokkurs konar pílagrímsferðir til hins forn- helga staðar. En svo fór eg úr Skagafirði að ekki kom eg „Heim að Hólum“, en oft hafði mig langað til þeirrar farar. Og sannast að segja hefir mér síðan eg komst á þroska- árin þótt hálfgerð minnkun að því, að hafa ekki komið „Heim að Hólum“ og ógjarnan viljað láta það vitnast um mig sem gamlan Skagfirðing. Endurminningin um Hóla hefir verið mér því kærari sem eg hefi kynst betur sögu ])eirra alt frá þeim tíma, er Illugi Bjarnason varð til þess „sakir guðs og nauðsynjar heilagrar kirkju“ að gefa þessa föðurleifð sína til biskupsstóls á Norð- urlandi.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.