Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Page 6
198
NÝTT KIRKJUBLAÐ
drottinn reisa hina fyrstu kirkju landsins. Þar stóð vagga
hinnar íslenzku kirkju, — og færb upp á jiessar hæðir, gjörb-
ist hér höfuðból guðsríkisstarfsins hjá þjóð vorri um aldaskeið,
að minsta kosti fyrir Norðurland. — Og fólkið, — það streymdi
hingað heim.
Lotning, djúp og innileg lotning fyrir vorum algóða guði
og frelsara, er vitjaði feðra vorra og kallaði einnig til þeirra
úr ljósinu bjarta, ætti að verma hvers nianns hjarta.
Yirðing, inniieg virðing hlýtur og að búa í sálum vorum,
virðing fyrir öllum hinum góðu drottins lærisveinum, er hér
hafa prédikað Krist og hann krossfestan, fyrir öllum sem ráku
hans erindi af trú og dygð, öllum, sem þektu sína köllun og
ræklu hana, öllum, sem kölluðu úrval æskulýðs sinnar sam-
tíðar hingað heim, og sendu sveinana héðan heiman að út í
þjóðlífið, mentaða i lífsins æðstu fræðum. Þökkum guði fyrir
sérhvert sanngott verk, er hann studdi vora feður til að vinna
á þessum stað, fyrir hvert eitt ljós, er héðan hefir lýst út yfir
þjóðina, og inn í einstaklinganna hjörtu.
. . . Gleymið ekki hinum horfnu kynslóðum, og lítilsvirð-
ið ekki störf þeirra fyrir nútíðina. Rætur yðvars lífs liggja í
liðnum öldum, horfnum kynslóðum. Reynið ekki að slíta yð-
ur lausa frá rótinni. Tré, sem er höggvið frá sinni rót, ligg-
ur dautt á jörðinni. Þannig er hver einn maður, sem hygst að
losa sig úr andlegu lífssambandi við fortíðina. Því fortíðin
geymir í skauti sínu hina gæzkuríku og glöggu opinberun
guðs í Jesú Kristi, hið dýrðlega, óviðjafnanlega fagnaðarerindi
drottins vors Jesú Krists, sem hefir sýnt sig lífskröftugt í sál-
um svo margra fyrirrennara voi'ra, og gjört hina beztu þeii-ra
að starfsmiklum mönnurn í guðs riki.
. . . Hér er verk til að vinna. Hver efast um að svo
só? Fyrir allra sjón er þörfin þúsundföld, þörfin fyrir guðs-
ríkisstörf hjá vorri þjóð. Og ekki dreg eg í nrinsta efa, að
vér allir i rauninni viljum eitt og hið sama, viljum lyftast upp
og lyfta öðrum upp á sólbjartar hæðir lifandi og lífgandi,
gleðjandi og huggandi, styrkjandi og svalandi evangeliskrar
kristilegrar trúar, viljum hjálpa öllu hinu góða og göfuga,
öllu hinu veika og ósjálfbjarga, viljum koina öllu hinu guði
velþóknanlega upp í öndvegissess andlegrar tignar hjá þjóðinni
yorri. — Vér viljum af hjarta etla guðsríki í sannleika, — en