Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Qupperneq 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ
199
hvað getum vér? Getum ekkert, en getum þó alt. Á því er
víst enginn efi, að vér finnum nú sem jafnan vel til fiess, að
getan vor til sérhvers góðs verks er viljanum miklu smærri.
Af mannlegum mætti verður hér harla litlu til vegar komið,
hvað sem allri hinni lofsverðu menningu og mentum nútimans
líður, pví ekki eru mennirnir, alment talað, bjartara Ijós en
})eir verið hafa frá ]iví er „heimsins ljós“ birtist. En svo er
enn sem fyr, að með drottins hjálp megna mennirnir að
gjöra undursamlega hluti, og að leysa af hendi mikil og góð
verk í guðsríki. — Eins og postulinn þarf hver og einn að
geta sagt. „Alt megna eg fyrir hans kraft, sem mig styrkan
gjörir."
. . . Þessar eru vonirnar vorar, vonirnar um sigur hins
góða og eflingu guðs rikis á meðal vor. — Sá algóði guð og
faðir, sem hefir fyrir soninn veröldina skapað, mun halda því
áfram, að leggja alt undir hans vald og dóm, svo að hans
dýrð aukist og eflist eilíflega meðal mannanna barna, eins og
hann sjálfur, blessaður frelsarinn vor, jók dýrð föðursins, og
opinberaði oss alla hans óumræðilegu föður gæzku, um leið
og hann endurleysti oss frá valdi hins illa. —
Að hreinn evangeliskur kristindómur, með öllum sínum
helgandi krafti, verði sívaxandi eign þjóðar vorrar, og auðgi
hana að beztu gæðunum, sannkristilegri trú og siðgæði, til ó-
metanlegs gagns fyrir alda og óborna. — Það eru vonirnar
vorar.
Að koma vor hingað heim, og samstarfið vort þessa dag-
ana verði guðs blessaða ríki hjá oss til eflingar, og að guð
vilji vera með oss i öllu slíku starfi.
— Það eru vonirnar vorar.
Vér lifum á samvinnuöldinni. Á svo mörgum svæðum
lífs vors er gildi og mikil þýðing samvinnunnar viðurkend.
En ef svo er á lægri svæðunum, hvað þá á hinum æðstu,
hvað þá í sjálfu guðsríkisstarfinu. Öll samvinna verður að
grundvallast á kærleika. — Sainvinna í kristilegum bróður-
kærleika þarf að aukast og eflast í vorum kristilega kirkju og
safnaðarfélagsskap, — samvinna milli presta innbyrðis, og
samvinna milli presta og safnaða, — samvinna fyrir ríki
drottins vors Jesú Krists. — Hver maður, sem tekið hefir