Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Side 14

Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Side 14
206 NÝTT EIREJCÍBLAÐ J|aður cr það sem maður vilL Brot úr bréli til félag-ssystranna í Beybjavík. — — Eg vildi nú geta verið komin á fund til ykkar, og geta sagt ykkur frá því, sem eg hefi séð og heyrt síðan við sáumst síðaát. Margt sér maður stórt og fagurt í fyrsta sinnið er mað- ur fer út fyrir pollinn — getur ekki gert sér hugmynd um það fyr en við sjón: Söfnin og skógarnir! — Það tvent hefir mér þótt mest um vert að sjá. Við að sjá skóginn svo fagran og tignarleg- an, vaknaði hjá mér svo sterk löngun að geta fengið skóg heima. — Hvað allir verða að gera sitt til að fá skóg heima! — Bara, ef hver einstakur fengi vilja á því að gera sitt, þá mundi það ganga með tímanum. Við að sjá önnur lönd frjósöm og vel ræktuð, sé eg að landið okkar er illa ræktað og bert. Líka sé eg að lifskjörin okkar eru erfiðari en þeirra sem eiga heima í frjórri og heit- ari löndunum. En er það verra að hafa við örðugleika að stríða? Ekki, et við erum menn til að komast yfir þá, — og það verðum við að verða! Ekki láta þá verða ossummegn! Einmitt þetta, að sjá að landið okkar er kaldaj'a og ófrjórra en svo mörg öunur lönd, verður til þess að mér þykir vænna um það en áður — svo finst mér að það hljóti að verða hjá öðrum — og löngunin vakni heitari að geta gert eitthvað fyrir það. Eallega staði sér maður hér í Svíþjóð, en öngva eins og heima. Náttúran brosir hér á móti manni mild og broshýr, en vantar tignarsvipinn, sem náttúran heima hefir. Fjöllin okkar hvað þau geta vej'ið falleg! Þau bæta upp skógana. En við þui'fum að fá skóg líka. Lifandi ósköp verður þá Is- land fallegt! Hvað það er gott að svo margir nú eru farnir að vilja gera sitt til að klæða ísland skógi! Og þar verðum við U. M. F. í. [Ungmennafélag íslands] að vera í fararbroddi. — Við — unga fólkið. Og þetta að vilja. Það er þó það mesta. Maður er það sem maður vill. — —

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.