Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Blaðsíða 15
________KÝTT RTRK.TUBLAÐ 20? Biskupsvíg’slan ior fram í Reykjavík, en ekki í Skálholti, 28. f. m. Jens prófastur Pálsson lýsli vígslunni, en séra Jóliann dómkirkjuprestur Þorkelsson var fyrir altari. Hinir vígsluvottarnir voru lektor séra Jón Iíelgason og dósent séra Eiríkur Briem. A undan og eftir vígsluathöfninni voru sungin Ijóðin sem Valdimar biskup kvað við biskupsvígsluna fyrir 2 árum og Sigfús tónskáld Einarsson setti lögin við. Alls voru við 16 prestar herapuklœddir i kór. Úr Arnessýslu kom auk vígslubiskups og séra Olafs sonar bans, þeir séra Gísli á Slokkseyri, séra Jón á Þingvölluin, séra Ólafur i Arnarbæli og séra Ólafur i Hraungerði. Úr Kjalarnesþingi voru auk prófasts þeir séra Árni á Kálfatjörn, séra Magnús a Mosfelli og séra Þorsteinn aðstoðarprestur Briem. Hinir Reykvikingar. Yflrreið biskups. Hún stóð yfir fullar 3 vikur eftir prestafundinn á Hólum og voru 24 kirkjur vísíteraðar, meiri hlutinn af kirkjunum i Skagafiiði og í austur hluta Húnavatnsprófastsdæmis og vesturhluta Eyjafjarðar. Bisk- up prédikaði á Holtastöðum í Langadal, á Siglufirði og Grund í Eyja- firði þessa 3 sunnudaga sem hann var á ferðinni. Gruudarkaleikurinn. Magnús bóndi Sigurðsson á Grund í Eyjaíirði lýsir það rangliermi, sem stóð í N. Kbl. 1906, 3. tbl. að kaleikurinn góði hafi verið gefinn Vfdalínshjónunum. Magnús margneitaði að farga kaleiknum, en fyrir vináttu sakir lét hann loks til leiðast, að þau hjónin geymdu kaleikinn hjá sér, en að þeim fráföllnum kæmi hann aftur til Grundarkirkju, og skyldi vandlega gengið frá því að eigi brygðist, og fastmælum bundið að eigi mætli láta kaleikinn fara í nokkurn annan stað. Svo sem frá var skýrt í N. Kbl. 1908 17. tbl. er Grundarkaleikur- inn nú kominn á Forngripasafnið, ásamt mörgum öðrum góðum gripum úr Vidalínssafni, og er hætt við því að eigi sé svo vel frá láninu á honum gengið, — mun ált hafa verið munnlegt, — að hann náist aftur til Grundarkirkju, vilji safnið halda. Guðbrandarbiblíau frá Hálsi. Biblía Guðbrandar með áritun hans og i ágætu standi var seld frá Hálsi i Fnjóskadal fyrir einum sjö árum síðan, án biskups leyfis og enda í forboði lians, og komst Landsbókasafnið eigi að kaupum ; vurð of seint. Nokkur rekstur varð úr því og málaleitun að fá bókina endur- keypta, og hefir Eiríkur meistari Magnússon nú i það gengið, og feng- ið yfirlýsing eigandans um það, að bókin sé föl landinu fyrir sama verð og eigandinn gaf fyrir hana, 25 pund eða 450 kr. Bókin .var seld enskri konu, er ferðaðist um Norðurlnnd, fyrir 18 pund eða 270 kr., þó gengu 30 kr. frá verðinu tyrir kostnnði, og i árs- lok 1905 fær kirkjan inn i reikning sinn biblíuverðið 239 kr. 75 aurci. Nú á bókinu Mrs Bannon i Lundúnum.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.