Nýtt kirkjublað - 15.01.1911, Page 1

Nýtt kirkjublað - 15.01.1911, Page 1
NYTT KIRKJUBLAÐ HALFSMANAÐARRIT lí’YRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING "xAAA.sAy- 1911 Reykjavik, 15. jan. 2. blað ■nn að barnshjartanu.51 Eftir síra Jónas kennara Jónasson. I. Þegar eg kom úr prestaskólanum fyrir 27 árum, gekk eg þegar út i prestskapinn, og fanst þá helst að eg væri ekki vit- andi vits í neinu, sem til þeirrar vandasömu stöðu heyrði, og þó einna síst i þeirri grein, þegar til kastanna kom, að upp- fræða börnin í kristindómnum. Eg var mörg ár að átta mig á þessu. Eg tann að þarna lá tvent fyrir og hvorttveggia nokkuð fjarskylt. Annað var það, að koma inn í börnin svo miklu sem auðið varð af þessari andlegu seglfestu af þungskildum trú- árlærdómum og reyna að útskýra þá eftir ])ví viti og lagi, sem guð hafði gefið mér til þess, svo langt sem það náði. Hitt var það, að reyna svo út frá þessari undirstöðu að komast inn á börnin og Ieiða hjörtu þeirra og huga til guðs. Og vegurinn til þess átti að vera sá, að láta þau læra utan- bókar sand af dogmatískum hugmyndaskýringum, sem þau skildu ekki upp né niður í. Þetta átti svo eftir megni að nota til þess að skýra fyrir þeim afstöðu þeirra í lífinu sem guðs börn og erfingjar hans heilaga ríkis. Þetta vildi ganga heldur en ekki misjafnt. Sum börn voru fermd svo, að eg var þess fullviss, að þau skildu ekki upp né niður í megininu af kverinu, þó að þau kynnu það vel og * Síra Jónas œllaði að halda fýrirlestur pennan á prestastefnunni á Hólum síðastliðið sumar, og átti íýrirlesturinn uð vera inngungsrœða í kristindómsfrœðslumálinu. En svo varð sira Jónas lasinn, og gaf eigi sótt fundinn.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.