Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Síða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ
55
næst kendu Lúterstrúarmenn, að Kalvínstrúarmenn gætu ekki
hólpnir orðið fremur en Tyrkir og heiðingjar, ]ivi aS þeir
hefSu ekki hina einu réttu sáluhjálplegu, þ. e. lúterska trú.
Einn mikilsmetinn rétttrúaSur guSfræSingur þrengdi svo um
hjálpræSis-möguIeikann, að hugsunarrétt afleiSing af skoðun
hans varð sú, að eiginlega gætu ekki aðrir hólpnir orðið en
rétttrúaðir guðfrœdingar. Vér hrosum að þessu og öðru
eins, en það er þó miklu grátlegra, en það er hroslegt, því að
afarmikið ilt hefir af þessu leitt innan kristninnar, og það hefir
hrundið fjölda manna hurt frá kirkjunni, sem annars hefðu
verið henni vinveittir.
Og vill ekki brydda á þessu sama enn í dag hjá fjölda
kristinna manna? Menn hlífa sér ef til vill við að segja,
að þeir menn, sem halda frani annarlegum skoðunum, bein-
línis glatist, en þeir tala um þá sem „vantrúaða menn“ óendur-
fædda menn, fjandmenn krossins Krists, sem hér kemur í
sama stað niður, því að sjálfsögðu er gjört ráð fyrir öllum
slikum sem glötunarinnar börnum, ef þeir ekki snúi sér.
Hvernig tala menn ekki t. a. m. um Unítara sem eina hina
örgustu vantrúarmenn. Mér dettur í hug sálmurinn, sem ef
til vill oftast allra sálma er sunginn á þessum stað: „Hærra
minn guð til þín!“ Er nokkur hér inni, sem getur trúað því,
að höfundur þessa sálms sé útskúfunarinnar barn? Nú vel!
Konan, sem orti þennan sálm lifði og dó sem únítari.
[Meira.] j H
Safnaðarsöngurinn i kirkjunum.
Þegar eg las greinina hans Brvnjólfs gamla frá Minna-
núpi um „Húslestrana“ í 1. tbl. N. Kbl. þ. á., og það sem
hann þar segir um sálmasöng við húslestra, eða réttara sagt
sálmasöngsleysið nú orðið, þá datt mér í hug hluttaka safn-
aðarins í sálmasöngnum við messugjörðir.
A hverjum einasta safnaðarfundi um mörg undanfarin ár
hefi eg gjört hluttöku safnaðarins í sálmasöngnum að um-
talsefni. Eg hefi sýnt mönnum fram á, að sálmasöngurinn
sé einn aðalþáttur guðsþjónustunnar, að sá sem ekki fylgist