Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ^ 57 f iíra iddur iigfús iíslason. F. í Reykjavík 8. apríl 1836. — D. í Winnipeg 10. janúar 1911. Andlátsfregn síra Odds, vestan um haf, vekur hlýja hug- arstrauma í mörgu brjósti heima á ættjörð hans. „Heimskringla“ minnist hans rækilegast, segir að hann hafi verið gáfumaður, gleðimaður og glæsimaður. Fyrsta lýsingar- orðið er varla rétt, að því alment er skilið. Hugsjónamaður var hann flestum meiri. Yonar og kærleiksmaður var hann. Hann var yfirburðamaður að fjöri og kappi, mesta karlmenni í öllum svaðilförum á sjó og landi. Mesta braskaramenni landsins um hríð, ef valið er orðið af lakari endanum. En minst var það sjálfum honum til peningasláttu. Hún er einkennileg æfisagan hans í vígslubókinni. Fim- tán ár líða frá því hann útskrifast af prestaskólanum 1860 þangað til hann vígist að Lundi 1875. Um þessi 15 ár seg- ir síra Oddur i æfisögubrotinu, að það hafi verið aðalmark sitt og mið að bæta hag manna við sjávarsíðuna sunnan lands. Og því verkinu heldur hann áfram i prestsstöðunni í Grindavík með „Sæbjörg" og bjargráðaferðum sinum. Ótal margt hafði hann með höndum þessi árin og er vikið að ýmsu í æfisögunni. Alt hnígur þó að þessu verki, og andlega starf- ið er í og með: I sömu 6 línum ei tvinnað saman á vondri latínu að hann hefir fengið verðlaun fyrir gufubrætt þorska- lýsi suður í Bologna og unnið fyrir Kristilega smáritafélagið í Lundúnum. Þjóðkunnur var Oddur Gíslason þó áður en hann varð prestur, og eigi sist fyrir brúðarránið, er svo miklar sögur gengu af í bréfum og tali um land alt, en blöð fóru þá lítt með slíkt efni. Engan mann hefi eg heyrt tala jafn-innilega um konu sína og síra Odd. Það eina sem mér fanst angra hann í fátæktarbaslinu var það, að Anna hans ætti svo miklu lakari daga en hún ætti skiiið, sú góða kona. Börnin voru afar mörg — 15 sé eg talin. Húsakynnin smá og léleg á Stað í Grindavík. En þá sagði séra Oddur sér léttast um ræðusamning, er ekki heyrðist orðaskil fyrir hávaða í börnunum og ein þrjú eða lleiri væri upp um hné og herðar pabba síns.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.