Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 10
58
NÝTT KIRKJUBLAÐ
Sjálfur réri hann vertíðina í Grindavík. Afbrigða for-
maður, hefir maður sagt mér sem hjá honum var. Breitt var
á, ef einhver kom að sækja prestinn.
Einn var liann tíðast á sinum mörgu vetrarferðum um
eyðimerkur-hjarnið yfir Vellina og Almenninginn, hvernig sem
viðraði. Man eg hvað hann lýsti ])ví ástsamlega glaður, er
hann kom til mín sem oftar, nýstiginn af hestbaki: Hann
var að deila verðinum með sér og Bleik sinni (,,Freyju“), og
])á kom að ]>eiin stór hópur snjótitlinga, og hann gat mettað
])á alla: „átu nærri ])ví úr hendi minni.“
Um hagi síra Odds vestra veit eg ekki mikið fram yfir það
er séð varð af blöðunum. Hann átti lengst af við örðugleika að
stríða. Islensk hjón að vestan sem hér voru í kynnisför fyrir
einum tveim sumrum sögðu mér af honum, ferðaflakki hans
og lækninga-viðleitni, og blessuðu þau hann af öllu hjarta
fyrir manngæsku hans.
Síra Oddur ílýði fátæktarbaslið hér. Hann var auðvitað
of veraldarvanur til að gera sér gyllingar, er hann fór: „Um-
skiftin verða þá þau að fara úr grásleppunni í hvítfiskinn,“
man eg hann sagði við mig skömmu áður en við kvöddumst.
„Heimskr.“ getur þess afburðadugnaðar hjá síra Oddi á
áttræðisaldri, að hann hafði undanfarin ár aflað sér Jieirrar
þekkingar eða aukið hana svo, að hann rétt áður en hann
andaðist hafði fengið skírteini urn það að læknafélag Banda-
ríkjanna viðurkendi hann meðlim sinn. —- Blaðið bætir því
við, að nú „virtist sira Oddur eiga góða framtið í Winnipeg.“
Þetta var hann húinn að berjast við í 50 ár og þá kom
dauðinn.
Síra Jón Bjarnason jarðsöng hann, og minnist hans hlý-
lega í janúarblaði „Sameiningarinnar11.
Einn vonardraumur var sá hjá hinum hrausta og fjöruga
öldung, að geta komið heim og geta litið ættjörðina og ást-
vinina sem hann átti eftir hór.
Kveðjuorð á eg frá honum í bréfi, frá síðustu islensku
höfninni, sumarið 1894 — skipið fór norður fyrir:
„Kveð eg yður og konu og börn elsku kossi. Drottinn
vor og Frelsari varðveiti ástvini vora. 0, elsku hróðir! Lát-
um oss elska hann, ]iví hann elskaði oss að fyrra bragði.