Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Page 11
NÝTT KIRKTUBLAÐ
59
Að lifa í honum eins og börnin lifa í elskulegum foreldrum.
— Það er indælt.
Hvílum öll i honum, og ]oá er oss rótt.“
pvcrnig d eg að fara að?
Smásagii úr daglegu líti.
Á einum af útkjálkum landsins var síðast á næstliðinni
öld prestur einn, Brandur að nafni. Brauðið var rírt, klerkur-
inn snauður að öllu öðru en krökkum. Lítill var liann kenni-
maður og enn minni sálusorgari. En hann var meinhægðar-
maður, og kom sér því heldur vel við sóknarmenn sína, enda
voru þeir honnm ávalt drengir í raun.
Síra Brandur Iiafði þann kost, að hann var oftast ánægð-
ur með hag sinn og íurðaði það suma, en þó bar við að út
af því brá.
Kom það stundum fyrir að hann iðraði þess að hafa
gjörst prestur, því honum fanst hann sáralítið gagn gjöra
söfnuðinum með prédikun sinni, en út yfir tók þó þegar
menn, sem stundum bar við, leituðu hjá honum huggunar og
hjálpar í andlegum eða veraldlegum bágindum. Þá var oft-
ast komið að tómum kofunum hjá presti; einkum stóð hann
ráðþrota ef sálin var hrygg eða menn báðu hann um ráð
gegn ofurmegni freistingar og syndar. Þegar best lét grot
hann með grátendum, en þeir voru, seni nærri má geta, litlu
bættari, og þegar hann grét með grátendum, grét hann öllu
fremur yfh' sjálfum sér en þeim, grét yfir því hve ónýtur
verkamaður haun var í víngarði drotlins.
Mesta ánægju hafði hanu af að húsvitja og gjörði það
oftast rækilega, enda báru menn þá helst upp vandkvæði sín,
fyrir honum, og þó það kæmi oftast fyrir lítið, hættu menn
því ekki.
Einu sinni sem o'tar var hann að húsvitja um vortíma.
Tíðiu var góð en yfirferð ill. Prestur fór sér því hægt og
bar ýmislegt á góma á bæjunum, helst þar sem fá voru börnin.
Hann var vanur að gista á Gili og brá nú ekki þeim
vana. Bóndinn þar, Guðmundur, var góður kunningi hans.