Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 12
60
NÝTT KIEKJUBLAÐ
Þegar prestur hafði spurt börnin, fór hann út i hlöðu til bónda
að spjalla um tíðina, skepnuhöldin o. s. frv.
Þegar þvi var Iokið mælti bóndi: „Verða mörg börn
fermd í vor?“ „Eg veit ekki hvort þau verða þrjú eðafjög-
ur“, svaraði prestur, „mér er um og ó, hvort eg á að ferma
hann Esekíel Daníel, hann er svo dauðans skilningslítill, en
eg sé nú á morgun hvort hann hefir nokkuð batnað síðan í
haust.“ „Honum hefði ekki veitt af að heita eftir öllum
stærri spámönnuuum ef hann hefði átt að hafa meðalgáfur"
sagði bóndi.
„Ætli hann hafi ekki fult í fangi með að bera nöfn þess-
ara tveggja“ sagði prestur.
„Það held eg nú reyndar“ sagði bóndi nokkuð alvarlega,
„annars hafði eg ásett mér að tala dálítið við yður um þann
dreng.“
„Hvað er það?“ sagði prestur. „Hann hefir komið hér
stundum í vetur,“ mælti bóndi, „og mér líst ekki á háttsemi
hans.“ „Er hann orðljótur?“ spurði prestur. „0 nei, ekki til-
takanlega, en hann er varla ráðvandur; oftar en einusinni
hefir sitthvað smávegis horfið hér þá daga, sem liann hefir
komið, og grunar mig að það sé af hans völdum.“ „Hafið
þér nokkuð haft orð á þessu,“ sagði prestur. „Nei,“ mælti
bóndi, „við hjónin álitum réttast að draga það þangað til þér
kæmuð í vor.“ „Það var vel gjört,“ sagði prestur, „eg skal
tala við drenginn á morgun, en þér skulið ekki láta á neinu
bera fyrst um sinn.“
Daginn eftir húsvitjaði prestur á Þverá; þar var Esekíel
Daníel smali. Hann kunni kverið sæmilega, en stirt var
honum um öll svör þegar út úr því var spurt. Biblíusögum
var hann aíleitur í. Það var gamla lagið.
Húsbóndi hans spurði hvort hann mundi „komast áfram“
um vorið, en prestur hvað það óvíst. Um leið og prestur fór,
spurði hann bónda hvort hann gæti lofað Esekiel Daníel að
fylgja sér svo sem hálfa bæjarleið til að bera töskuna sína,
og var það velkomið.
Næsti bær var að Nesi, stendur hann innanvert undir
nesmúla einum. Má þaðan sjá langt út á sjó, en næst fyrir
landi eru sker og smáhólmar.
Þeir prestur og fylgdarsveinn hans töluðust fátt við frá