Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Blaðsíða 14
62 NÝTT KIRKJU13LAÍ)
stilt, áður en þú snertir á því sem þú girnist. Viltu lofa
mér þessu!“
„Já“ svaraði pilturinn tárfellandi. Svo kvöddust þeir og
presturinn gekk hugsandi áleiðis að Nesi.
Esekíel Daníel var fermdur um vorið; árið eftir fór hann
„til sjós“, og presturinn vissi ekkert frekar hvað um haun
varð, en stundum mintist hann gáfutrega, breiska piltsins,
sem langaði svo til að verða góður drengur, en vissi ekki
hvernig hann álti að fara að því.
Nokkur ár voru liðin. Síra Brandur hafði komist að
þeirri niðurstöðu, að hann lifði ekki á svona litlu brauði, enda
þótt biskupinn hefði veitt það. Sótti hann því um annað betra,
en fekk ekki. Söfnuðurinn hafnaði honum með öllum þorra
atkvæða. Töldu menn hann jafnólíklegan til að bæta líkam-
legar þarfir sínar sem andlegar.
Prestur hafði verið á kjörfundinum og hélt nú heimleiðis.
Hann var að rifja upp það sem á dagana hafði dritið síðan
hann varð prestur. Oftast hafði hann verið hamingjusamur
og við engan vildi hann kjörum skifta, en hann varð að við-
urkenna, að hann var ónýtur klerkur, enda var hann nú „veg-
inn og léttur fundinn", líklega svo af guði sem mönnum.
Langt var heim og prestur fór hægt; þegar hann kom
undir túngarðinn vildi reiðskjótinn taka sprett eins og hann
var vanur, en í þetta sinn fekk hann það ekki.
Það var komið fram yfir miðnætti og vornæturskíman
tók óðum að glæðast.
Prestur gekk í bæinn og hugði alla í svefni; svo var þó
ekki. I svefnstofunni vakti kona hans. Hún tók blíðlega
kveðju haus án þess að spyrja tíðinda. Síðan rétti hún hon-
um bréf með ofur viðvaningslegri utanáskrift.
Bréfið var dagsett í Mandal svolátandi:
„Yelæruverðugi si'ra (o. s. frv.)
Jeg pára iður þessar líuur til að láta iður vita að mjer
líður vel og het fundið guð. Jeg er sjómaður og sem stend-
ur staddur hjer. Jeg á nú gott, þvi jeg er alveg laus við
þetta, sem þú veist að var að mjer; en fengi gekk það erv-