Nýtt kirkjublað - 01.02.1912, Page 2

Nýtt kirkjublað - 01.02.1912, Page 2
26 NÝTT KTRKJtJBLAÐ >reginn og tdrin. Flutt á Laugarnesspítala 10. s. e. tr. 1911. af Síra Friðrik J. Bergmann. Og er hann kom nœr og sd borgina, grét hann yjlr henni og mcelti: Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað það sem til þíns friðar heyrir! En nú er það hulið fyrir augum þínum, því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir munu gera her- virki um þig og þröngva þér á alla vegu; og þeir munu leggja þig að velli og börn þín, sem í þér eru> og ekki skilja eftir stem yfir steini í þér, vegna þess þú þektir ekki tíma vitjunar þinnar. (Lúk. 19,41-44). Þetta jarðneska líf vort er fult alls konar andstæðum. ÞaS er eins og vefur, ofinn saman úr ólíkum efnum. Vér höfum dag og nótt. Dagurinn er hávær, fullur ærsla og allskonar starfsemi. Nóttin er þögul og hljóS svo naumast er unt aS heyra lífiS draga andann. Vér höfum ljós og myrkur, sumar og vetur, bjartviSri og dimmviSri. StöSug tilbreyting. Og í andans heimi er svipuS tilhagan. Þar er gleSi og sorg, farsæld og ófarsæld, ánægja og tregi, hlátur og andvörp. Þá er líka heilbrigSi og vanheilsa. Fjöldi manna, sem aldrei kennir neins meins, svo aS segja. Aðrir sem eiga viS vanheilsu að búa að svo og svo miklu leyti. Fyrir marga er lífið eins og einn óslitinn starfsdagur. Aðrir eru teknir frá störfum af einhverjum sjúkdómsástæðum og verða að lifa við þraut og kvöl, dag frá degi. Avalt skulum vér muna, að miklu meira er af heilbrigði og ánægju í lífinu, en sjúknaði og sorg. Miklu meira til að fagna yfir, en til að vera stúrinn af, miklu meira af blessun en böli. Vér eigum að fagna með fagnendum og gráta með grátendum. Hugsa minna um sjálfa oss, meira um aðra, hvort lieldur gleði eða grátsefni eru á ferðum. I þetta skifti látum vér tár frelsarans vera oss tilefni til að hugsa um tregann og tárin í lífi mannanna. En höfum þó hugfast um leið, að fögnuðurinn yíirgnæfir í lífi langflestra.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.