Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Page 1

Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Page 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HÁLFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1914 Reykjavik, 15. janúar 2. blað IjárhagsYoði fgrir kirkjur vorar. Sóknargialdalögin hafa Ieitt sóknarnefndir og söfnuði í meinlega freistni. Eftir 6. gr. þeirra Iaga fellur niður hjá safnaðarkirkjum niðurjöfnun kostnaðar við kirkjusöng og kostnaðar við kirkju- garða og fleira smávœgilegra, sem áður var að lögum sérstök niðurjöfnun á. Greiðist nú allur sá kostnaður beint úr sjóði safnaðarkirknanna af þessum eina tekjustofni, nefskattinum, sem í nauðsyn má auka, er fullhækkaður þykir, með niður- jöfnun eftir efnum og ástæðum. Þessi breyting var gerð til hagræðis fyrir innheimtuna, en sjálfgefið að hækka þurfti þá kirkjugjaldið, þar sem kirkj- an er ekki því efnaðri. En altof víða hefir það eigi gert verið. Stendur fjárhagsvoðinn mest frá sönggjaldinu, sem er á hverju ári. Fer gjald það víðast hækkandi, og mun sjaldnast ofborg- að, en kirkjan þolir eigi bótalaust að greiða '/s* Va °S 8/r af lögboðnum árstekjum sfnum fyrir söng. Menn vilja nú fá traustari og svipfegri kirkjur, og varla úr öðru en steini, og með gætilegri fjárstjórn getur sú breyt- ing orðið á nokkrum tugum ára. En nú sýnir sig afleiðing þessarar misbrúkunar á sóknargjaldalögunum hjá fjölda mörg- um safnaðarkirkjum, að tekið er alveg fyrir alla fjársöfnun siðustu árin. Dæmin eru færri frá kirkjugarðakostnaði, en þó nokkur og slæm í stað og stað. Það er lofsvert að koma upp stein- steypugörðum um grafreiti, en eigi tjáir að skila næstu kyn- slóðinni kirkjuhúsinu föllnu og félausu. — Næsta kynslóðin, sem einmitt vill hafa enn miklu meiri not af húsinu.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.