Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Blaðsíða 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HÁLFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1914 Reykjavik, 15. júli 14. blað |restastefnan í IgegkjaYÍk 1914 Hún stóð yfir 26. og 27. júní. Við setninguna prédikaði síra Ófeigur Vigfússon í Fellsmúla, og við þá guðsþjónustu var og prestvígður vestur um haf guðfræðiskand. Jakob Krist- insson. Á fundinn komu sr. Bjarni Rvik, sr. Björn Dvergasteini, sr. Brynjólfur Grindavík, sr. Einar Saurbæ, sr. Guðmundur Ólafsvík, sr. Haraldur prófessor, sr. Jakob Kristinsson, sr. Jó- hann Rvík, sr. Jón Brandsson, sr. Jón Akranesi, sr. Kjartan Hruna, sr. Kristinn Utskálum, sr. Magnús Prestsbakka, sr. Magnús Mosfelli, sr. Magnús Patreksfirði, sr. Ófeigur Fells- múla, sr. Ólafur Kálfholti, sr. Páll E. Sivertsen, sr. Sigurður Ljósavatni, sr. Sigurður Stykkishólmi, sr. Sigurður dósent, sr. Sigurður Vigur, sr. Skúli Odda, sr. Tryggvi Hesti, sr. Vigfús Hjaltastað. Enn voru við tveir guðfræðisnemar Ásgeir Ás- geirsson og Jón Guðnason. Biskup ílutti minningarorð þau er prentuð voru í blaðinu síðast um síra Jón Bjarnason í Winnipeg, og tóku fundar- menn allir undir. Síra Guðmundur í Ólafsvík flutti erindi um biskupskosn- ingu, af hálfu andlegrar stóttar manna, og urðu allmiklar um- ræður um. Ræðumaður taldi það eðlilegt og enda sjálfgefið að prest- ar — allir þjónandi prestar, guðfræðiskennarar og enda upp- gjafaprestar — kysu og væru i kjöri, eins og söfnuðir kjósa presta og þeir kjósa aftur prófasta. Hann bjóst og við að prestkosinn biskup væri líklegri til andlegrar forystu og til að efla samheldni, ef til skilnaðar kæmi, en stjórnkjörinn. Tillaga um að beina málinu lil alþingis féll með jöfnuni

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.