Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Blaðsíða 3
NÝTT KtRKJUBLAÐ
163
Irynjólfup áónsson frá iinnanúpi.
„Hann hafði legið stutt, og ekki mjög þungt haldinn",
ritar V. Br. „I legunni var hann ósköp rólegur og ánægður
og jafnvel glaður yfir allri meðferð á sér, og þakklátur við
guð og menn“.
„Suðurland“ flutti hinstu kveðju hans:
Jeg er að fara, jafoan þó oss gleðjum,
því Jesús skipar sætum i síns föðurs höll. —
Nú gleymi jeg Ijóðum, kvæðum og kveðjum, —
kærleiks drottni jeg fel ykkur öll.
Þau orð lét hann skrifa eftir sér 9 stundum fyrir andlátið til
Dags sonar síns og vina sinna „og loks til allra þeirra sem
eg get talið trúbræður mina, og það eru þeir, sem trúa því
að guð er kærleikurinn“.
Brynjólfur heitinn reit síra Kjartani í Hruna rétt fyrir
banaleguna draum sinn, þá dreymdan: Einhverstaðar var
hann inni staddur. „Alt í einu var eg kallaður út“. En á
leiðinni út er hann að hafa fyrir sér niðurlagsorðin í síðasta
sálminum i kveri, sem hann hafði verið að handleika, þau
orð mundi hann er hann vaknaði:
Maðurinn Jesús! mér gef hönd | þá minum hallar degi,
og leiddu mig á lítsins strönd j svo lifa hjá þér megi.
Síra Kjartan sagði Dag, syni Brynjólfs, drauminn, þá
sagði Dagur honum þá sögu:
Jón á Minnanúpi, bróðir Brynjólfs, dó líka úr lungnabólgu
eftir fárra daga legu. Rétt áður en hann lagðist, dreymdi
hann vers. Kvaðst hann þá mundu vera feigur, „því að svo
var um föður minn“, sagði hann. „Hann dreymdi vers, rétt
áður en hann dó, eða lagðist banaleguna“. Hvorugt draum-
versið þeirra feðga kunni Dagur.
Eitthvað geymir N. Kbl. eftir Brynjólf heitinn í bundnu
máli, og enda óbundnu, er kann að sjást síðar. Efni mundi
vera nóg til að gefa út ljóðakver nú eftir hann látinn, og
mun öllu haldið frá hans hendi til hirðu.
Valdimar biskup ritar mér: „Æfisögubrot eftir sjálfan
hann [Br. J.] er tjl. Það nær til 1897, minnir mig. Það er