Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Page 8
16B
NÝTT KIRK.TUBLAÖ
skyldunámsgreinir í skólunum væri ávextir þessarar nýmóðins guð-
fræði, sem þeir þarna fyrir sunnan væru að reyna að innleiða.11
Biblíufélagsfundur
var haldinn seinni synodusdaginn 27. f. m. Sjóður full 8 þús.
kr. Minst á að nú væri ekki nema tvö ár til hundrað ára afmæl-
is félagsins, og komið hefði til tals að koma út nýrri þýðingu á
Apokrýfisku bókum ritningarinnar.
Utanþjóðkirkjuforstöðumaður staðfestur
sira Ólafur Stephensen 30. maí fyrir nýstotnaðan utanþjóð-
kirkjusöfnuð í Próðárhreppi í Snæfellsnessýslu.
Prestafundur Hólastiftis.
JÞegar blaðið þetta er að hlaupa af stokkunum — 30. júni —
hefir fundurinn staðið 2 daga. Við eru 16. Síra Björn í Mikla-
bæ prédikaði við setninguna. Erindi hafa flutt sr. Þorsteinn Briem
um kirkjuna og æskulýðinn, Geir vígslubiskup um kirkjuna og
olnbogabörnin og sira Björn i Miklabæ um nýju guðfræðina. N.
Kbl. flytur að vanda fróttir af fundinuin.
Síra Hálfdán prófastur Guðjónsson
var kvaddur af söfnuðum sinum raeð gjöfum og samsæti,
Aðgjörð dómkirkjunnar
stendur væntanlega yfir 3 máuuði. Embætta prestar hennar í
frikirkjunni á meðan.
Prédikun við þingsetning.
Síra Sigurður Stefánsson í Vigur prédikaði að þessu sinni við
setning alþingis og er það i 3. sinni að hann leysir það starf af
hendi. Er það með öllu einsdæmi. Síra Magnús á Gilsbakka
gjörði það tvisvar, annars hver greitt Torfalögin með þvi að fara
einu sinni í stólinn við það tækifæri.
Bjarmi, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvar í mánuði. Verð
1 kr. 50 au., í Ameríku 75 cent. Ritstjóri Bjarni Jónsson kennari.
Breiðablik mánaðarrit til stuðnings íslenskri menning. Ritstjóri
sira Friðrik J. Bergmann, Winnipeg.— Verð 2 kr. hér á landi. —Fæst
hjá Guðbirni Guðmundssyni prentara í ísafold.
Sameiningin, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. Isl. í Vesturheimi
Hvert númer 2 arkir. Verð hér á landi kr. 2,00. Fæst hjá kand.
Sigurb. Á. Gíslasyni i Rvk.
Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. ~
F élagspr enlsmiðj an.