Nýtt kirkjublað - 15.07.1914, Side 4
164
NÝTT KIRKJUBLAÐ
þess vert aS prenta þaS einhversstaSar, en hvar? I því er
sumt, sem ekki er getiS annarstaSar“.
Mundi „Skírnir11, okkar helsta bókmentarit, ekki vilja
flytja, og geyma meS mynd hins mæta manns?
»rjdr mijndir.
Einu sinni, alls einu sinni, gat Jesús bent á fyrirmyndar-
mann. Hann endar frásögu um mann meS því aS segja viS
áheyrandann: „Far ])ú og gjör þú slíkt hiS sama!“
Þarna var þá beinlínis fyrirmyndarmaSur. Og hverskon-
ar maSur var þaS þá? ÞaS var Samverji nokkur sem var
á ferS milli Jerúsalem og Jeríkó.
ÞaS var þá líka maSurinn! Reglulegur vantrúarmaSur.
í augum allra rétttrúaSra GySinga var liann enda heiSingjum
verri. Hann var ringlaSur og ruglaSur, bæSi í trúfræSinni
og helgisiSunum. Og samt er hann fyrirmyndarmaSurinn, af
því aS hann gjörSi miskunnarverk á bágstöddum náunga,
betri maSur en rétttrúaSi presturinn og Levítinn.
Einu sinni, alls einu sinni á æfi sinni, þaS viS vitum,
bregSur Jesús upp mynd af manni í kvalastaSnum. HvaSa
maSur varS þaS? Yar þaS maður veill í trúnni? Yar þaS
ókirkjulegur maSur? Braut hann á móti helgisiSunum? Nei,
nei! Ekkert í þá áttina! En það var maður sem lifði hvern
dag í dýrðlegum fagnaði, en hirti ekkert um aumingjann, sem
Iá fyrir dyrum hans, hlaðinn kaunum.
Einu sinni, alls einu sinni, dró Jesús upp mynd af dómsdegi.
Sjálfur er hann á myndinni eins og hirðir, sem skilur sauði
frá höfrum, og skipar sauðunum sér til hægri handar og höfr-
unum sér til vinstri haridar.
Þarna hlýtur þó loks að koma fram markalínan og grein-
ingin sem vér erum altaf að klifa á! Vinstra megin verða
vantrúaðir, og hægra megin rétttrúaðir! Eða er ekki svo?
Ónei, eitthvað annað! Ekkert um ]>að spurt. Þeir sem
eru hægra megin.hafa satt hungraSa, svalaS ]>yrstum, klætt
nakta og vitjað sjúklinga. Og þeir sem eru vinstra megin
hafa ekkert fundið til báginda meðbræðra sinna né reynt úr