Nýtt kirkjublað - 15.12.1914, Qupperneq 3

Nýtt kirkjublað - 15.12.1914, Qupperneq 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 283 hans féll eins og sólargeisli á Sorgina, — og það var fyrsti ylstraumurinn sem hún hafði fundið til. Og Kærleikurinn sá Sorgina, og hann elskaði hana, ])ví hún kvaldist af sársauka, og hans líf er að gera aðra sæla. Hann fór með hana upp i dýrðarríki silt, verndaði hana, elskaði og huggaði, og reyndi, en árangurslaust, að kenna henni að vona. Hún fæddi honum dóttur, undurfagurt barn, og í andliti harnsins mátti sjá sólbjart bros föðursins og tár móðurinnar í fegursta samræmi. Hún var nefnd: Bænin. Hún hafði spentar greipar, um varirnar lék ástúðarbros, og augun voru full af tárum. Þegar Sorgin sá hið dýrðlega afkvæmi sitt, leið, í fyrsta sinn, gleðititringur um hjarta hennar, og í fyrsta sinn brá fyrir vonarneista í brjósti hennar. Og hún þrýsti dóttur sinni að brjósti sér og stundi og brosti og leit upp til Kærleikans himneska með ást og viðkvæmni. En aðeins eitt augnablik varaði gleði Sorgarinnar. Hún ])ráði að komast burtu. Og hún fór til heimkynna sinna aflur, en með ]>á huggun að hún hafði eignast Bænina, og með þá von, að einhvern tíma yrði hún sjálf ekki lengur til. En hin fagra dóttir Sorgarinnar óx upp með blómum himinsins, undir umsjón föður síns og lék sér við engla Guðs. En eftir því sem hún þroskaðist, fann hún æ betur og betur til þess, að hún var ekki þar sem hún átti að vera. Hún sem altaf var með tárvot augun! Það skildu ekki börn himins- ins. Tárin voru þeim ókunnir gestir. Og Bænin fann sárt til ósamræmisins milli innra eðlis sins og eilífu dýrðarinnar i ljóssins ríki. Hana rendi grun í, að heimkynni sitt mundi fremur vera í návist móðnr sinnar. Og hún sá í anda óæðri heim, þar sem stundum var sólar- levsi, og oft féllu tár, og oft heyrðust stunur. Og þangað hvarílaði hugur hennar. Og himneski Kærleikurinn sá með alsjáandi auga sínu, angurblíða óánægju dóttur sinnar. Og þegar tíminn var kominn, tók hann hana við hönd sér, og sveif með hana gegnum himingeiminn. Þau komu til stjörnu sem kölluð er Jörðin, og þar sá

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.