Nýtt kirkjublað - 15.12.1914, Blaðsíða 4
284
NÝTT KIRKJUBLAB
engill bænarinnar verur, sem leið illa. Og hann heyrði stun-
ur og sá tár.
„Hér er gott að vera. Hér er heimili mitt. Hér get eg
kannske hjálpað eitthvað11, — sagði Bænin við föður sinn.
— „Já hér skalt þú vera“ — svaraði faðirinn. „Hérer
vagga ódauðlegra sálna. Hér er heimkynni mannanna. Sárs-
aukinn á að vera þeim rót til eilífrar gleði. En til þess að
þeir fari ekki villir vega, átt þú að vera í nálægð þeirra.
Þú átt að vera tengitaugin milli mín og þeirra. Þú átt að
kenna þeini að huggast og vona. Þú átt að vaka við vöggu
þeirra og gröf. Og í öllum sársauka þeirra og ama, átt þú
að beina huga þeirra til mín, svo eg geti látið kærleiksliós
mitt vernm sálir þeirra“. —
Bænin féll á kné, spenti greipar og mælti:
„Verði þinn vilji, faðir minn! Sæla nn'n er að gera vilja
þinn. Eg skal alt af vaka hjá mönnunum og beina hjörtum
þeirra til þín. En lil þess að eg geti ávalt veitt þeim von og
huggun og gleði, verður þú alt af að vera nálægur mér“. —
„Þar sem þú ert, þar er eg“, svaraði Kærleikurinn himn-
eski og horfði á dóttur sína með ólýsanlegri ástúð og blíðu.
Síðan breiddi hann út vængina og sveif hægt og hægt til
himins.
En Jörðin varð heimili Bænarinnar. Og Bænin varð
verndarengill mannanna. Hún vakti við vöggu þeirra og gröf.
Hún studdi þá í æsku 'Og elli. Hún hjálpaði þeim til að bera
alt mótlæti og sársauka. Hún kendi þeim að vona. Og hún
kendi þeim að brosa gegnum tárin.
María Jóliannsdóttir þýddi.
grot úr ljóðaflokki.
Það er snemma morguns. Sumarsunna
sveipar Jórsalaborg;
bjarmi er á fjöllum, blíðviðri um runna
bjart er um stræti og torg.
Þögull og andlega þyrstur lýður
þyrpist í musterið inn.