Nýtt kirkjublað - 15.04.1915, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 15.04.1915, Blaðsíða 2
90 NÝTT KÍRKJTJBLA© f Jíra Uenedikt prófastur Jristjdnsson. Skáldin þeirra Aðaldælanna mintust sóknarprestsins síns vel og rækilega. Ljóð Guðmundar á Sandi eru komin i Lög- réttu, og hér fara á eftir minningarorð Indriða Þorkelssonar á Fjalli. Hefir blaðið engu við þá mannlýsing að bæta. Myndin hefir tekist ágætlega, svona bjartur var síra Bene- dikt heitinn yfirlitum. Og meiri skilning má fá á honum af bréfinu hans hinzta, í N. Kbl. um daginn, en löngu máli. 011 mín andlega kynn- ing við hann um mörg ár binzt í þvi að hann var alveg sér- staklega leitandi mannssál, og tek eg til hans fyrirheitin sem því fylgja. Það var þessi „óánægja með sjálfan sig“, sem hann tal- ar um í bréfinu. Hún varð honum „helzt bærileg við það, hvað söfnuðir hans voru honum góðir, framúrskarandi góðir“. Leitin óþreytandi og kærleikslund sjálfs hans, það varð, hvorttveggja saman blessun lífs hans. Prédikun flutti síra Benedikt á prestatundi á Akureyri 1903, og kann blaðið síðar að ílytja bragð af. Hið jarðarför síra Hcncdikts frd (íprenjaðarstað 5. febrúar 1915. Hér er mannval mætt til moldar gengið, drottinsmaður dýr frá dyggu verki. Hávetrar höndur hniga létu hjartaheitastan haustdægra son. Nú er alt úti! Og ekki þó: Lifir mær minning í mörgu brjósti þess hins þjóðrækna, þess hins frjálshuga, þess hins þelldýja, þess hins drenglynda, örva, unglega ágætismanns. Meira en mannsaldur á meðal vor hafði hann hlýtt sinni hjartans köllun: Fagnað með fagnendum tjörgastur allra, grátið með grátendum af geði hreinu.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.