Nýtt kirkjublað - 15.04.1915, Blaðsíða 4
92
NÝTT KERKJTJBLAÐ
Eg er fœddur 22. janúar 1866, á Felli í Sléttuhlíð. Á
Hvítasunnu sama árið mun eg ekki hafa verið mikill burgeis.
En svo stóð á í Felli á Hvítasunnu þeirri, er eg nefndi, að
alt fólk fór í kirkju, nema eg og stúlka nokkur Una að nafni;
átti hún að gæta mín um messutímann. Heiðrikt var loft
og hitasólskin. Barnfóstrunni hefir vafalaust leiðst að kúldast
inni í bæ, í þessu indæla veðri, og þegar allir aðrir voru þá
líka í kirkju. Og víst er það, að hún labbaði út með mig
og settist með mig sunnan undir kirkjuvegg og þar sat hún
með mig, þegar komið var úr messunni.
En mér hefir snemma þótt sólin fögur; og í þetta skifti
glápli eg svo lengi uppi hana, þarna, þar sem eg sat hjá Unu
sunnan undir kirkjuveggnum, að eg var orðinn blindur á
hægra auganu og vinstra augað dálítið skemt líka. En því
hlífði þó að mestu skýluklútur, sem eg hafði utanum höfuðið
og lá að mestu fram yfir augað. Enga athygli hefir Una
veitt þessu, og var það því ekki henni að þakka, að eg varð
ekki blindur á báðum augum. Marga daga var setið með
mig. í myrkri, og alblindur var eg lengi á hægra auganu, en
svo smárann blindan af; en enn er ský á auganu hægra, og
aldrei hefi eg getað lesið með því á bók. Þar á móti varð
eg albata á vinstra auganu, og liefi eg haft skarpa sjón með því.
II.
Þegar eg var á fyrsta árinu var það eitt sinn sem oftar
um sumarið, að mamma var heima fyrri hluta dagsins, ann-
aðist miðdegismatarsuðu, fór síðan með matinn á engið, til
pabba og vinnufólksins og var síðan á engjunum til kvölds.
— I þá daga gáfu konur sér ekki mikinn tíma til skrifta, og
þá voru heldur ekki farin að tíðkast bréfaumslög þau, sem
nú eru almenn, og lokað er með lími. Þá var ílestuni eða
öllum bréfum lokað með lakki.
Einu sinni um sumarið skrifaði mamma bréf, á meðan
maturinn var að soðna; var hún að því frammi í stofu.
Kveikti hún á kertisskari, á meðan hún lokaði bréfinu,
því að eldspýtur voru þá fremur fátíðar. Þegar hún hafði
lokið þessu, þóttist hún vera heldur en ekki á seinni skipun-
um með matinn. Tók hún hann því ofan í snatri, bjó hann
Út í ilát, og hélt svo af stað með hann á engið. Þegar hún