Nýtt kirkjublað - 15.04.1915, Page 6
94
NtTT KTRKJUBLAf)
Við vorum þarna við gluggauu, sunnan við dyrnar, við Ágústa
systir mín, og vorum að sauma, 23. maí 1849. Naðir okkar var
ekki enn kominn á fætur, þó að liðið væri að liádegi. Hann hafði
verið töluvert lasinn, en var að hressast.
Þá kom inn í stofuna til okkar piltur, sem heima átti á
Möðruvöllum, hann þótti heldur vitgrannur. Hann kemur inn móð-
ur og másandi, og segir að margir stríðsmenn ríði sunnan dalinn
til að finna amtmann. Sáum við systur þá brátt til mannaferða,
stíga þeir af baki sunnan við túngarðinn og ganga heim að húsi
fylktu liði, 4 eða 5 í röð. Flestir voru með stóra rauða trefla.
Hermenn voru þá rauðklæddir, og hefir Möðruvallapilturinn haft
einhvern pata aí því,
Enginn var úti, ganga gestir að skiðgarðinum, ekki inn fyrir,
síðan með honum að norðurstafni, og þar hrópa þeir: „Lifi þjóð-
frelsið! Lifi félagsskapur og samtök! Drepist kúgunarvaldið".
Skildist víst fyrst eftir á hvað þeir höfðu farið með af uppíestum
miða eða miðum á húsinu.
Nú koma þær systur fram í dyrnar á austurhlið, eru gestir
þá snúnir við, og ganga suður með grindunum, hægir og hljóðir.
Tekur Þóra þá tali. Hún var þá 25 ára. Segir hún þeim, að
þeir hafi hlotið að frétta um veikindi föður síns, er þeir fóru um
dalinn og komu við á bæjunum, en tal muni hann vilja hafa af
þeim, og taka þeir því vel að bíða meðan hann klæðist.
Amtmaður svaf í norðurenda húss niðri, þar sem bezt mátti
heyra og sjá það sem gjörzt hafði. Var hann vel hálfklæddur er
dóttir hans kom til hans, og varð sem engi bið að hann kæmi
fram í dyrnar.
Grimur amtmaður var hvitur fyrir hærum, og nú fölur eftir
veikindin, maðurinn var hár og beinvaxinn, og hinn höfðingleg-
asti. Kastaði hann kveðju á gesti, og til væri hann nú við þá
að mæla. Urðu engin svör af hendi Skagfirðinga, en sumir fóru
að tínast burt. Gekk þá amtmaður fram úr dyrunum og kallaði:
„Nei, bíðið þið við piltar11! En þá sneru allir undan, og nú var
ekki fylkt liði út túnið. Skildu systur það svo að þeim hefði
ekki fundist förin góð.
Það þótti amtmanni sárast, að þeir vildu ekki bíða og tala
við sig. Elnaði honum sóttin, og andaðist hann hálfum mánuði
síðar, 7. júní.
Þær systur fóru um sumarið suður að Bessastöðum til frú
Ingibjargar föðursystur þeirra. Hittist svo á, að þær voru við
messu á Viðimýri, og kendu nokkur andlit úr „norðurreiðinni11, og
voru þau ekki upplitsdjörf.