Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLA© 101 sálmalög á hann þar frumsamin, nr. 197 og 216. Ritdómur um viðbæti þennan frá söngfróðum manni birtist i blaði þessu (1913, 6;) er honum þar hrósað að maklegleikum, bent á, úr bve brýnni þörf hann bæti og menn hvattir til að kaupa hann og stuðla að útbreiðslu hans. „Með þvi afla menn sér óskiftrar ánægju og kirkju sinni gagns og uppbyggingar“. Formáli, all-ítarlegur, er framan við kirkjusöngsbókina og er þar gerð nákvæm grein fyrir útgáfunni; svo eru þar og ýmsar Ieiðbeiningar og bendingar í þá átt, að gjöra kirkju- sönginn fegurri og betri en þá átti sér stað. I sambandi við þetta má geta þess, að hann hefir tvis- var á ársfundum presta i hinu forna Hólastifti, ílutt erindi um kirkjusönginn hjá oss, helztu galla bans og helztu endur- bætur. Er annað þessara erinda prentað (N. Kbl. 1908, 15). Væri óskandi að binar niörgu og góðu bendingar í hugvekju þessari, svo og í nefndum formála væru teknar til greina frekar en raun er á. En þótt þessar bendingar og leiðbeining- ar fari fyrir ofan garð og neðan hjá ærið mörgum, verður þvi alls ekki neitað, að útgáfa kirkjusöngsbókarinnar og ekki síður viðbætisins við hana, heflr stutt, og mun styðja mjög mikið að fegrun og aukning kirkjusöngsins hjá oss, og þá er ekki til einskis unnið. Enn má geta þess, uð sr. Bjarni hefir samið nýtt tónlag við Faðir vor og innsetningarorðin, og fylgir það janúarhefti Hljómlistarinnar 1913. Þar segir ritstj. Hljni. svo; „Tónlag þetta er eitt hið fallegasta, sem eg hefi séð, og fagurt og áhrifamikið hlýtur það að vera við altarisgöngu, ef það er vel tónað. Lagið er í gamalli kirkjutóntegund, sem kölluð er „hypofrygisk", og hefir það að öllu leyti gamalt byggingarlag, en sem þó samþýðist vel nýja söngnum“. ** itríðið við sorg og dauða. Þótt flestir tali eins og stendur um þetta voðalega verald- arstríð, sem nú stendur yfir, og þótt vér í þessum vandræð- um séum ef til vill heppilegar staddir en nokkur önnur Ev- rópuþjóð, þá stendur hver og einn einasti af oss Islendingum

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.