Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Blaðsíða 14
110 NÝTT KIRKjUBLAí) og rétt og skylt er hverjum, þess hugar, að kveða upp með ]>að skýrt og skorinort, og taka með algerðri hugarrósemi gjálfri þeirra manna, sem eigi hafa önnur rök en brigzl og svigur- mœli til þeirra er halda í sambandið við Dani nú um sinn. Aðalástæðan hjá mér er sú, að vér erum hvergi nærri efnalega færir um það að vera sérstakt fullvalda ríki í orði, köfnuðum undir nafni. Eg get ekki beíur séð og skilið, en vér séum sjálfstætt ríki á borði nú þegar. Þá er vér rækjum oss verulega á höft og agnúa, yrði einróma krafa Islendinga að fá sjálfstæð- ið og sérstæðið bæði j orði og á borði. Norðmenn voru 90 ár að þroskast til þess. Þeir játuðu það og fundu 1905, að þeir hefðu ekki haft efnalegt sjálf- stæði til fullveldis-ríkis 1814. Þegar skilnaðurinn loks varð, og hann var torsóttari fyrir það, að nokkur áhöld voru um máttinn hvoru megin, þá dró eigi minst um það, að sá sem var fyrir máli Norðmanna átti sjálfur tugi miljóna. Gísli Sveinsson telur upp nýju útgjöldin sem yrðu við skilnaðinn. Sitt hvað fleira mætti nefna. „Margs þarf búið við“. Stærstu útgjöldin þó ótalin og það er hermenskan. Ekki svo að vér gætum varist, — fram yfir það að hver Gilpín gæti þó ekki komið hér með 20 vopnaðra manna og sópað gullinu úr bönkunum — en svo hygg eg sé farið með alþjóðaréttinn, að fyrsta einkenni fullvalda ríkis sé að hafa her, til að geta bandað frá sér ranglætinu eftir sinni getu, sýnt alténd lit á því. Hygg eg t. d. að ríki, sjálfstætt á pappírnum en hervarnalaust, gæti ekki komið að fulltrúa á Haag-fundi. Og mættum vér hafa strandvarnir herlausir? — — Mér kemur nú til hugar umleitan beztu manna þjóðar- arinnar fyrir einum 40—50 árum, að koma upp innlendu gufuskipafélagi. Það var ómögulegt, vantaði gersamlega féð. Svo uxum vér upp í það. — — — Voðinn þó enn meiri, finst mér, frá hinum vondu tímurn. Hefi reyndar margfalt betri trú á að landið stórauðgist á 40—50 árum að fé og fólki, en að mannkynið á sama tíma stórbatni til hófs og réttlætis. Aftur trú mín á yfirgripsmeiri ríkjasamböndun síðar, og

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.