Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Síða 2

Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Síða 2
114 NÝTT KIRKJUBLAÐ Gunnarsson frá Laufási, en hinir urbu stúdentar 1861: ann- ar Páll, læknir í Stafholtsey, Eggertar 2, báðir prestar, Briem og Sigfússon, og hinn 6. Jón skólameistari Hjaltalín, og eru nú allir látnir, og lifði síra Páll skemst. Efstur var sira Páll á blaði við burtfararprófið, og góða einkunn tók hann 2 árum síðar frá prestaskólanum. Næsta vetur er hann heimiliskennari hjá Þórði Guðmunds- syni, sýslumanni Árnesinga, og kvæntist 1864 Margréti dótt- ur hans. Er hún á lífi og hefir staðið fyrir búi bróður sins, Sigurðar sýslumanns í Arnarholti, um fjölda ára. Páll vígðist prestur að Miðdal 1866, er ])ar 4 ár, þá 10 á Hjaltabakka, og kemur að Gaulverjabæ 1880, og er þar til dauðadags. Skáldsöguna „Aðalstein11 reit síra Páll á Hjaltabakka. Sagan tekk heldur ómilda dóma. Hefi eg heyrt þá sögu, að aðra skáldsögu hafi hann þá átt í smiðum, eða enda gengið frá að mestu, en varpað á eld með þeim ummælum, að rit- dómararnir skyldu ekki þurfa að rífa hana í sig. Skínandi fallegir kaflar eru í Aðalsteini. Efa eg að í nokkurri islemckri skáldsögu sé t. d. skýrari mynd og minnilegri, en þegar Aðal- steinn kemur fyrsl í Skálholt, og eins er liann sækir þá feðga heim að Felli. En löng samtöl, í köflum, um lítil efni, hafa fælt menn. Uppistaðan ágæt, og mundi Dickens hafa þakkað fyrir að tara með svo slunginn lífsþráð. En ekki sem höndu- legast i meðferðinni, á stundum, hann ekki enn orðinn leikinn í listinni, sem lærst hefði margfaldlega, ef haldið hefði áfram við sögugerð. Hagmæltur var hann, en lagði eigi mikla stund á þá list. Prédikanir allar í „Húslestrabókinni“ eru frá Gaulverja- bæjarárunum. Sú bók fekk ekki einróma lof í blaðagreinum, en almenningur heíir kunnað að meta og er bókin fyrir löngu uppseld. Mundi því vel tekið, að bókin kæmi aftur út, og mundi kostur að auka, því töluvert óprentað prédikanasafn er til með inntaks-yfirskriftum frá hendi síra Eggerts Briem, er ásamt síra Bjarna prófasti Símonarsyni á Brjánslæk vann mest að útgáfunni. Bezt reit síra Valdimar um Prédikanirnar í 4. áriKirkju- blaðsins. Er hér nokkuð tekið upp: „Síra Páll var í sinni tíð orðlagður ræðuskörungur. Hefir

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.