Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Side 5

Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Side 5
___________ NÝTT KTRKJUÐLAÐ JL17 hefði hann eytt á Melstað, var þó munur á brauðum i þá daga. I Gaulverjábæ gekk aftur af síra Páli heitnum, hann lenti þar í hörðu árunum eftir 1880. Búið alment í Bæjarhreppi bæði til sjós og sveitar, og illa gefist. Og andlega ástandið þar niður um átti illa við síra Pál, og andar að kalt í Óðins-hréf- unum. En einmitt við |>að varð hann sjálfur aflstola upp að lyfta hinni lágu bygð í kring um sig, sem hann þó þráði svo heitt, Sigurður sýslumaður minnist mágs síns svo í bréfi til mín: „Að ytra útliti meðalmaður á bæð, grannvaxinn, nokkuð axlasiginn, útskeifur, með fast og fjörlegt göngulag. Fjörmað- ur mikill; hló mikið og hló hátt. Mér er minnistætt að sjá og heyra þá saman, hann og síra Pál Ingimundarson í Gaulverjabæ. Síra Páll sá var allra manna hæglátastur og prúöastur í framgöngu, en átti til skemtilegt bros og hnittileg orð, þegar því var að skifta; en aldrei heyrði eg hann hlæja. Það var aðeins fliss. Ef hann opnaði munninn til gamans, þá var nafna hans öllum lokið, og var kostulegt að heyra flissið í síra P. J. og sköllin í hinum. En alt fyrir það var síra P. S. þunglyndur fram eftir æfinni, og þá oft stúrinn í geði og önugur, en þetta hafði breyzt alveg með aldrinum. Hann var mjög hugsandi maður; gerði mikið að því að ganga um gólf í .þönkum, og sneri þá gjarna jafnframt upp á hárlokk, staldraði hann þá stundum við með snöggum hlátri yfir einhverju innfalli, en lagði svo af stað aftur, og var ekki að sjá, að hann hefði hugmynd um að neinn væri viðstadd- ur. Fljótlyndur mjög og tilfinningasamur. Hann var beint eldmóðugur fyrir öllu sem miðaði til framfara eða til að gera lífið bjartara, og hann hefði getað sagt með sanni „humani nil a me alienum puto. [Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi].“ — Þrjú lifa börn síra Páls af 6, Þórður læknir í Borgarnesi, Árni bókavörður í Reykjavik og 4nna kona Sigurðar lyfsala Sigurðssonar í Vestmannaeyjum. Elztur þeirra barna var Sigurður heitinn læknir á Sauðárkrók. Síra Páll andaðist löngu fyrir aldur fram, af hörmulegu slysi, var að búa sig á hestbak i embættisferð um prestakall-

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.