Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Side 4

Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Side 4
116 NÝTT KIRKJUBLAÐ dr. Valtý Guðmundsson, síra Hafstein Pétursson, prófessor- ana Guðmund Magnússon og Hannesson, prestana síra Jón 6. Magnússon, síra Bjarna Pálsson og sira Björn Jónsson og enn fleiri. Segir Guðmundur Hannesson mér, að hann geymi óvenjuhlýjar minningar um síra Pál frá námsdvöl sinni hjá honum á Hjaltabakka: „Indœlis-maður“. — „Bezti kennari“. „Átti töluvert afbókum“. „Litla kenslustofan alþakin bókum“. Enskulesandi vel var síra Páll. Las hann á Hjaltabakka rit W. E. Channings, og hafa þau eflaust haft mikil áhrif á kenningu hans. Skilning segist Guðmundur, þótt ungur væri, hafa fengið á því, hve mikil og sár útþrá hefði verið í síra Páli á hinum yngri árum, burt frá hinu þrönga, breytingalitla lífi, sem beið hans heima. Þar bar að í bygð, eða á heimili, mjög svo víð- förulan sjómann íslenzkan, sem komin var nú í basl, og átti litils úrkosta. Varð síra Páli þá langtalað um æskudraum- ana og æskuvonirnar, hve heitar þær væru og sárar ogsvik- ular á stundum. Veik hann eitthvað að sjálfum sér, en varð svo litið á barnahópinn og brosti við og mælti: „Enþáhefði eg ekki eignast ykkur“. Önnur endurminning prófessorsins sú, að síra Páll var um það að tala, hve raunalegt það væri, hve lítið yrði úr uppvaxandi kynslóðinni. Þegar hann þekti bezt unglingana um fermingaraldurinn, þá væri innan um ágætlega falleg mannsefni, en svo rétt á eftir lenti alt vitið hjá þeim i nokkr- um rollum. Glöggur maður og réttdæmur, í prestsstöðu, lét það eitt sinn uppi, að orðið framfarir kæmi helzt til oft fyrir í ræðum síra Páls. En bæði fylgdi þar hugur máli, og ekki undarlegt þó að þeir sem uxu upp um miðja öldina siðastliðnu tækju sér það nokkuð oft í munn, því um undanfarnar aldir hafði það fengið að hvíla sig, og varla þekst nema um líkams- eða lærdómsþroska unglinga. Sira Þorkell heitinn á Reynivöllum, hinn hyggni maður, kvað sig furða á því, hve vel síra Páll hefði efnast í Miðdal, þau fáu ár sem hann var þar, í því rírðarbrauði, og hafandi byrjað með ekkert. Á Hjaltabakka stóð hagur hans í blóma. Þar hafði öllum prestum liðið vel, og var haft eftir Halldóri pró- fasti Ámundasyni, að því sem hann hefði grætt á Hjaltabakka

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.