Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 235 málsgreinar líta til einnar og sömu staðreyndarinnar: opin- berunarstarfs Krists. Það sem öllu öðru fremur gerir Krist að þungamiðju trúarinnar og lífsins hjá oss kristnum mönn- um og meginþýðing hans fyrir oss er fólgin í, það er þetta, að hann hefir í lífi sínu og starfi opinberað oss veru guðs og veru mannsins, kent oss betur en nokkur annar að skilja hinn eilífa guð og að skilja vort eigið insta eðli. Til hafa verið trúarbragðahöfundar á undan Jesú, sem héldu því fram, að guð hlyti að vera réttlátur guð ; þeir hafa og verið til, sem beinlínis boðuðu hann sem miskunnsainan guð. En hverhefir á undan Jesú megnað að veita mönnunum skilning á því og gróðursetja hjó þeim innilega sannfæringu um, að hið algera réttlæti og hin algera og alt fyrirgefandi elska séu eitt? Með orði sínu einu saman og kenningu hefði honum ekki tekist að veita oss fullan skilning á þessu. En Kristur heíir sem ímynd föðursins, Ijós af ljósi hans, gefið oss að líta þetta undur í lifandi mynd. Fyrir því getur jafnvel hinn dýpst sokkni syndari öðlast djörfung til að trúa því, að hann eigi sér viðreisnarvon, og megi, þrátt fyrir alt, nálgast hinn algera og alfullkomna guð. Engar fullyrðingar hefðu getað vakið þá trú i brjósti slíks manns. Það eitt, að sjá kærleika Jesú og heilagleik ljóma fram af fagnaðarerindi hans í dásamlegri einingu, megnaði að veita hjarta hans þessa huggunarríku fullvissu. Og eins og Jesús hefir fyrstur allra veitt oss skilning á föðurnum, svo hefir hann og fyrstur allra veitt oss skilning á mönnunum. Fyrir það skal ekki synjað, að ýmsir aðrir hugsanamenn hafa sett manninum háleitt takmark. En hver hefir á undan Jesú dirfzt að halda því fram hvorutveggja í senn, að full- komleikinn einn geti sefað dýpstu þrána í sálu vorri, og að þessum fullkomleika verði nóð, svo að vér geturn orðið full- komnir eins og faðir vor á himnum er fullkominn! Og þó — hefði þetta aðeins verið boðað oss, er eg hræddur um, að fáir ef nokkurir hefðu árætl að festa trúna á það. Því hvað er eðlilegra, en að oss verði erfitt að trúa því um menn, sem vér sjáum djúpt sokkna í synd og jafnvel dýrslegan óhrjá- leik, að þeir hinir sömu geti nokkuru sinni orðið fullkomnir? Eða, þegar vér gefum gaum að sjálfum oss, vorum innra

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.