Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Side 6
238 NÝTT KIRKJUBLAÐ
Eí eg ríki árin mörg | uppi’ í TjörDesh.reppnum,
myndi’ eg drjúgum mýgja björg | möDDum bæði og skepuum.
Viti jeg nokkurn vopnagrer | væna konu hafa,
stýlast honum strax af mér | ströDgust útsvarskrafa.
En mest kveður að „grafskrift11, sem Jóhannes orti um Einar
að hönum lifandi. En hún er ekki meðfærileg.
Einar var óvenjulega afskiftasamur um hagi manna, vildi láta
mikið og gott aí sér leiða og fylgdi því fram, þar sem verka-
hringur hans náði til. Olli það honum óvinsælda sumstaðar eins
og gengur. ftak hann sig þá á barðið á Jóhannesi.
Árið 1857, þegar Einar var fjörgamall, var enn sami áhuga-
eldurinn í honum. Kom þar þá gestur eitt sinn. Eór karl þá
að leggja út af því, hversu afarnauðsynlegt það væri að gripa
tækifærið, þegar það gæfist: „Ekki fresta því að gripa það! —
Ekki eina minútu11, sagði kari.-----
Ritstjórinn getur bætt þvi við frá bernsku-minni, hve drauga-
leg hún var sagan um sendinguna, sem kom inn um búrglugg-
ann. Vist er um það, að Agata hin fagra varð bráðkvödd, í búr-
inu sídu, 12 vikum eftir að þau Einar giftust.
Einar i tíaltvik lét elztu dóttur sina heita í höfuðið á fyrri
konu sinni. Var sú Agata gefin Einari Bjarnasyni, sem lengivar
ráðsmaður i Laufási. Er dóttursonur hans Einar garðyrkjumaður.
í dýrtíðinni.
Rak mig á það, að kartöfiutunnan er sem allra næst í tvö-
földu verði við það sem undanfarið hefir verið, eftir þetta sólrik-
asta sumar sem elztu menn muna hér á Suðurlandi.
Ekki eru allar dýrtiðarmeinsemdir guði að kenna.
Mér sviðu krónurnar sem eg varð að láta í dýrtíðargjald fyrir
kartöflutunnuna, og þájvarð mér það til hugarhægðar að lesa bréf um
garðyrkju, norðan úr þokunni og súldinni, sumarið þetta. Brófið
ritar kona í Skagafirði, sem leiðbeint hefir við garðyrkju í Blöndu-
hlið. Bréfið kemur á öðrum stað í heilu lagi, vænti eg, hór er
bara tekið orð og orð til íhugunar.
Eyrst er þetta, — undirstaða alls, að kona þessi hefir aflað sór
þekkingar á garðyrkju, bæði í gróðrarstöðinni á Akureyri og er-
lendis. í annan stað lánast búnaðarfélagsstjórn eða -fundi það ó-
vanalega vit, að þeir vit.i ekkert í þeinn fræðum, og er það stigið
ekki ómerkast, og konan sem vit hefir á verkinu er ráðin til að
leiðbeina á svæðinu, tví- og þrí-koma á hvern bæ.