Nýtt kirkjublað - 15.10.1915, Síða 8
£40
NÝTT KIRKJUBLAÐ
6 konur. Druknað hata 78 (76), af þeim 3 konur. Úti urðu 5
karlmenn. Farið sér 6, 3 karlm., 3 konur. Pjórir andast milli
95 og 100 ára, 3 karlm., 1 kona. Engin þriburafæðing.
Milli sviga eru tölurnar frá i fyrra.
Legkaupið.
Almenn lög um legkaup náðu eigi fram að ganga á þingi að
þessu sinni. En í sambandi við væntanlega stækkun kirkjugarðs-
ins í Reykjavík var leitt í lög legkaup þar: 4 kr. og 2 kr.
Veitt prestakall.
Árnes veitt sira Sveini Guðmundssyni 7. f. m.
Nýjar prédikanir eftir Klaveness heitinn.
Ekki hefir ritstjórinn átt enn kost á að sjá þær, en góður
vinur blaðsins ritar:
„Eg hefi verið að lesa „Nye Prædikener“ eftir Klaveness, og
er mjög hrifin. Eg hefi aldrei lesið jafogóðar ræður. Þær eru
frískar og fjörugar, en ekki langar og lognkendar eins og flestar
prédikanir eru vanar að vera“.
Ritstjórinn hyggur að gott sé að koma þessu fyrir augu fleiri.
Nýjar bækur frá Sigurði Kristjánssyni.
Ekki er smálítið, sem frá Sigurði kemur af bókum undir vet-
urinn. Hefir þetta borist blaðinu og verður stuttlega getið síðar:
Jón Trausti: Góðir stofnar II.
Jónas Jónasson: Ljós og skuggar.
Guðmundur Eriðjónsson : Tólf sögur.
Hulda (Unnur Benediktsdóttir): Æskuástir.
Gunnar Gunnarsson: Ormar Örlygsson.
Sami: Danska frúin á Hofi.
Aldrei hefir þjóðinni borist jafnmikið af skáldsögum í einu.
Og alt eru þetta valdar bækur hjá Sigurði.
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
Blöðin gjalda eigi sízt dýrtíðarinnar, Athuga eg, að nú
i sept.lok er rétt Ys minna komið inn fyrir N. Kbl. en síðastl. ár.
Fyrstu 2—3 árin var stórtap á blaðinu, en síðustu árin
var það farið að bera sig, með þeim hætti, að útborinn eyr-
ir fékst aftur, og hærra befir aldrei verið bugsað.
Stendur það nú óráðið til nýjársins, bvort útgefandi legg-
ur út í 11. árið.
Ritstjóri: ÞÓRHALLÚR BJARNARSON. ____’
Félagsprentsmiðjan.