Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Side 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ
HÁLFSMÁN AÐ ARRIT
FYRTR KRISTINDÓM Oö KRISTILEGA MENNING
1916
Reykjavik, 1. april
7. blað
Jöstuprédikun.
(Á 4. miðvikudag i föstu 1916).
í kveld höfum vér aftur heyrt upplesinn kafla úr þeim
hluta píslarsögunnar, sem skýrir frá yfirheyrslunni, sem óvinir
Jesú héldu yfir honum til þess að fá átyllu til að draga hann
fyrir lög og dóm. Vér heyrðum þá líka þegar í upphafi hins
upplesna sögukaíla þessum spurningum beint að honum : „Ertu
Kristur?“ „Ertu þá guðs-sonurinn?“ Enda má segja, að
yfirheyrzlan öll frá byrjun til enda snúist um þessa einu miklu
spurningu: hver Jesús segist vera. Sannaðist það með eigin
framhurði Jesú, að hann hefði gert eða gerði tilkall til að
vera Kristur, guðs sonur, þá álitu fjandmenn hans, að sigur-
inn væri unninn. Þá væri Jesús sannur að sök sem guðlast-
ari. Slík býsn þóttu það, að slíkur maður sem Jesús var, —
að þeirra áliti, — mentunarlaus iðnaðarmaður úr Galíleu,
dirfðist að gefa í skyn, að hnnn væri hinn fyrirheitni drottins
smurði. En hvernig gat úr slíku orðið guðlast? Jú, einmitt
það var, eftir þeirra skoðun, að tala lastmæli gegn guði; því
að bera guði það á brýn, að hann hefði sent sinni útvöldu
þjóð slíkan Messías sem þessi furandprédikari var, var — að
þeirra dómi — beint sama sem að segja, að guð hefði illa
efnt fyrirheit sín við eignarþjóð sína. Slíkar sem Messiasar-
vonir Gyðinga-leiðtoganna voru, var þeim það skiljanlega blátt
áfram óhugsandi, að Jesús væri Kristur, og því í alla staði
vítavert af honum, að segjast vera það. En að hann segðist
vera það, þurfti að vottfestast, og til þess var þá og leikur-
inn gerður.
í rauninni var það þegar voftfast kveldinu áður. Kaífas