Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAB 81 háleita sjónarmið kappsmuna vorra, sem vér stefnum að, þótt i ófullkomleika sé, þá erum vér þó i sannleika lærisveinar, þrátt fyrir alt. Vér erum lærisveinar, en einmitt sem læri- sveinar eigum vér að vaxa, — vaxa i trúnni, vaxa i elskunni, vaxa í Jesú Kristi, vaxa til sífelt fullkomnara, innilegra og hjartanlegra samfélags við hann. En hvaða leið er til þess? Á eina leiðina til þess erum vér mint á þessum föstutima. Hún er sú, að virða fyrir sér Jesú heilögu mynd, eins og hún blasir við oss á þrautaferli hans frá Getsemane til Golgata, þar sem hann gengur fram hæddur, smáður, bundinn, laminn, lemstraður, umkringdur af óvinum, yfirgefinn af vinum, — einn með guði í hinni sár- ustu niðurlægingu sinni. Heilög undrun gagntekur oss, er vér lítum þá djörfung trúarinnar og það óviðjafnanlega sálar- þrek, sem lýsir sér í framkomu hans allri; en það er þó fyrst og siðast hin dýrðlega opinberun kærleikans á hæsta stigi, sem þar veitist oss, er knýr oss til að játa í lotningarfullri tilbeiðslu: Hér er Kristur, guðs sonurinn ! Hér er sjálfur guð í óendanlegum, eiiífum og heilögum kærleika sínum, opinber- aður í mannlegu holdi. Guð vor himneski faðir, láttu þessa dýrðarmynd vera ó- afmáanlega festa i sálu vorri. Veit oss við skoðun hennar að vaxa dag frá degi í kærleikanum til hans og lát játningu vora verða að sama skapi sannari og einlægari hjartans játn- ing: Þú ert Kristur, þú ert guðs-sonurinn. Amen. J. H. ieillaósk til síra iaiihíasar. Ad poetam Dostrum veDerabilissimum, amatissimum maximumque uatu, Matfhiam Joachimi a. d. III. Idus Novembres A. D. mcmxv. Dies octogesimus illuxit natalis Matlhiae; revertitur nunqum dies talis. Vetere sententia utor tali die: „Nunc dicenda bono sunt bona verba die.“ Voluntatis satis est, potestatis parum. Te valere jubeo „Nestor" poötarum!

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.