Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Page 10
82
NÝTT KIRJUKBLAD
Tota gens Islandiae tibi gratulatur,
tibi habet gratiam, teque veneratur;
tantum ignem fidei, spei, caritatis,
tantam vim justitiae, atque veritatis
tuis tu carminibus genti accendisti,
et virtutis auream viam docuisti.
„Gaudeamus igitur,“ noster es et eris;
vivus lumen populi; quando morieris,
tua summa carmina non oblita stabunt,
lucem in itinere genti semper dabunt.
Höfundur þessarar latíunu-þulu, síra Bjarni Þorsteinsson
á Siglufirði, ritar svo með kvæðinu 9. f. m.:
„Mér datt í hug að senda þér eftirrit af skeyti því, er
eg skrautritaði og sendi skáldkonungi okkar, Matthíasi klerki,
á 80. afmæli hans. Væri kanske rétt, meðfram af þvi það
er frá presti til prests, að leyfa því rúm einhversstaðar i N.
Kbl. Ekki af því að eg sé neitt montinn af því, því það er
ósköp einfalt og óskrúfað; góður nýsveinn i gamla daga hefði
skilið það orðabókarlaust, að eg held — heldur til þess að
það glatist ekki með öllu“.
N. Kbl. þakkar sem bezt, að mega geyma slíkt fágæti.
Og eigi væri það síður þakkarvert, ef eitthverl skáldanna okk-
ar, latínulesnu, vildi þýða þetta ástúðlega og fagra latinuljóð,
og senda N. Kbl. þýðinguna, og byggju þá allir að.
fíund og nefskattur.
Ekki trúi eg því, að það séu ekki fleiri prestar en eg einn,
sem telja það leiðinlegast allra prestsverka, að skrifa upp
skrána yfir gjaldendur til prests og kirkju, en eílir þeitn skrám
heimta sóknarnefndir inn nefskaltinn svo kallaða. Eg segi
fyrir mig, að eg þoli varla að sitja við það verk. Mér finst
eg vera þar neyddur til að vinna að ranglæti, sem eg hlýt að
fyrirdæma. Á skránni skrifa eg hinn bágstaddasta aumingja
við hliðina á stóreignamanninum, því að báðum er ællað að
greiða sama gjald. Heilsulaust gamalmenni, sem lifir afgust-