Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Qupperneq 12

Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Qupperneq 12
84 NÝTT KIRKJTJBLAT) voru þeir með það verk sitt, að þeir tóku næst fyrir fátækra- tíundina og afnámu hana Iíka. Það liefir verið talinn merkis-atburður í sögu landsins, þegar tiundin var í lög tekin. Það er sagt. að hún hafi ver- ið i lög leidd at fortölum og með ráði spakra manna. Það ætti ekki síður að telja það merkis-atburð, þegar síðustu minjum þessara tíundarlaga var fleygt burt, með því að afnema iátækratíundina. Það var gert á þingi 1914, og í þingtíðindunum getur hver sem vill kynt sér fortölur og ráð hinna spöku manna, er því réðu. Flutningsmaður frumvarpsins um afnám fátækratíundar getur þess í ræðum sínum, að eins óeðlilegt og ranglátt gjald eins og fátækratíund muni hvergi eiga sér stað í heiminum, nema hjá oss, á Islandi. En þó bætir hann því við, að víða sé hætt að taka tillit til fátækratíundar við niðurjöfnun út- svara, og er það með öðrum orðum, að bændur séu hættir að greiða þetta lögboðna gjald; þingið samþykkir frumvarpið og þá er tíundin úr sögunni, og má segja, að með afnámi tíund- arinnar (til prests, kirkju og fátækra) sé bændum á Islandi gefnar a. m. k. 75000 kr. árlega. Tiundin var í lög leidd af ástsemd við Gissur biskup, segja sögurnar. Hvers á nú að geta um ástsemdina, sem réði því að tí- undin var afnumin? Eg finn hvergi ráðning þeirrar gátu, nema ef vera skyldi í einni ræðu þessa sama flutningsmanns (Alþ.tíð. 1914, B. III bls. 111), og er sú ræða einskonar lofsöngur eigingirninn- ar. Þar kveður hann svo að orði: Hversu ant, sem hverj- um manni er um aðra, þá er honum langannast um sjálfan sig. Það hefir aðeins verið talin undantekning, að góð móðir hugsaði eins mikið um barnið sitt og sjálfa sig. Sigurður Jensson. Þegar nefskatturinn komst á dagskrá, fyrir rúmum 20 árum, rituðu þeir grimmilega á móti, Grímur Thomsen og síra Arnljótur Ólafsson, í Kirkjublaðinu 4. og 5. árgangi, 1894 og 1895 [Kbl. IV, 11 og V, 3J. Aths. ritstj.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.