Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Síða 13

Nýtt kirkjublað - 01.04.1916, Síða 13
___ ..........^YTT KIRK.TÚBLAfe ............. 85 ikjóitu aldrei fugl á helgum degi! MeSal margra heilræða, sem móðir mín gaf mér í æsku, var þetta: „Skjóttu aldrei fugl á helgum degi, það er ljótt og svo fylgir því óhamingja“. Þessum ráðum móður minnar hefi eg talið helga skyldu að hlýða. Hún trúði þvi að fugla- drápi á helgum degi fylgdi óhöpp á ýnisa vegu, og mér finst eg betur og betur sannfærast um hið sama af eigin reynslu. Máli mínu til sönnunar, skal eg segja hér eina sögu. Um eitt skeið var kaupamaður á Húsafelli hjá foreldrum mínum, sem Guðmundur hét. Hann var mesti afburðamaður til allra verka. Víkingur til sláttar, sjógarpur hinn mesti og skytta góð, og greindur var hann og skemtinn. Fyrir alla þessa kosti unnu foreldrar minir honum mikið og guldu hon- um vel. Hafði hann það og í kaupbæti að fá leyfi til rjúpna- veiða á vetrum. Á þeim árum var mikil gnægð rjúpna á Húsafelli. Einu sinni sem oftar kemur Guðmundur með byssu sína og skotföng. Það var á laugardegi. Næsta morgun er Guð- mundur horfinn fyr en nokkurn varir, byssa hans og skot- föng. Brátt vitnaðist hvar hann var niður kominn, því skot- in dundu i Bæjarfellinu. Þegar móðir mín veit, hvað hann hefst að, biður hún guð að hjálpa manninum. Að hann fór á undan lestri, þótti henni ærin yfirtroðsla, en að fara þar á ofan til fugladráps, það var meiri vanhelgun á sunnudegi en nokkur vissi þá dæmi til. Síðari hluta dags kemur Guðmund- ar, hefir þá drepið 40 rjúpur, gladdist hann af þeim afla og skelti skollaeyrum við öllum ávítum. Næslu daga aflar hann vel, og eftir lílinn tíma hefir hann fengið 360 rjúpur, sem voru þrír hestburðir. Alt gengur sem i sögu. Guðmundur raðar rjúpu sinni niður í hálftunnur, 60 í hverja, bindursem vandlegast, leggur svo á hesta sína og lætur upp klyfjar, og til að vinna sem mest, þá kemur hann hestunum af sér á tvo menn sem ætluðu ofan í Reykholtsdal. Sjálfur ællar hann að ganga vestur fjall og bæta enn við afla sinn. Lestamönnum Guðmundar gekk alt slysalaust, þar til kom á Katrínarhól, hann er við Hvítá, nokkuð fyrir utan Húsafell, milli Hringsgils og Deildargils. Vegurinn liggur norðan í

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.