Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1932, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1932, Blaðsíða 8
T í M A R I T IÐ NAÐARMANNA úr býtum og varð því kaupgeta alinennings minni en áður. Alt þetta varð til þess, að draga úr atvi'nnu og sölumöguleikum iðnað- armanna, og þar við bættist, að mjög erfitt var að fá lánsfje, hvort heldur var til rekstr- ar atvinnufyrirtækja eða annara fram- kvæmda. T. d. má geta þess, að vöru-viðskifta- veltan útávið var þetta ár aðeins 87 miljónir króna á móti ca. 124 milj. árið áður. Bygg- ingar voru með mina móti, bæði í Reykjavík og kaupstöðunum út um land. í Reykjavík voru nú bygð 122 hús fyrir rúmar 1 milj. kr., á Akureyri um .'50 bús fyrir % milj. lcróna, og mun minna í liinum kaupstöðunum. A fjárlögum var veitt: Til brúargerða....... kr. 150.000 (200.000) símalagninga .... — 130.000 (400.000) — bryggju- og lend- ingabóta, gegn % ann- arstaðar frá ........ 104.000 (45.000) Til vitabygginga ....... — 80.000 (80.000) — Byggingasjóða verkamanna ............. — 33.000 kr. ca. 500.000 (Tölurnar í svigunum eru tilsvarandi upp- liæðir i fyrra)). En mun meira hefur verið varið til Jiessara framkvæmda eh áætlað var. Auk þess var bygð síma- og útvarpsstöð í Reykjavík, Iiress- ingarhæli á Reykjum í Ölfusi, Þjóðleikhús að nokkru leyti, o. fl. Iðjuverin höfðu svipaða sögu að segja. Framleiðslan var á flestum sviðum minni en árið áður. Síldarvcrksmiðjur störfuðu 2 færri eu í fyrra, (5 í stað 7) og framleiddu minna, fiskimjölsverksmiðjur störfuðu nú 10 en 11 i fyrra. Ölframleiðslan var minni, þótt þetla ár störfuðu þær tvær allan tímann. í niður- suðuverksmiðjunum var framleiðslan 70 tonn i ár en 192 í fyrra. Smjörlíkisgerðirnar voru einni fleiri en áður, en framleiddu þó 32 tonnum minna af smjörliki. Aðeiiis hjá ullar- verksmiðjunum og mjólkurbúunuin bafði framleiðslan aukist vegna söluvandræða hrá- efnanna. Á hinn bóginn hafa vandræðin orðið til þess að örfa að nokkru til nýs framtaks, nýrrar viðleitni til sjálfsbjargar. Ný fyrirtæki bafa risið á fót og' önnur verið aukin. Ný smjör- likisgerð tók til starfa á árinu, „Smjörlikis- gerð Reykjavíkur“, ný efnagerð í Reykjavík (Friðriks Magnússonar), ný pípugerð i Rvík, og önnur i Hafnarfirði og ný verksmiðja á Akureyri, „Iðja“, sem býr til fægiduft, blóma- potta, einangrunarplötur, aluminhrífur o. fl. Sjóklæðagerðin tók upp nýja grein við sína framleiðslu, vinnuföt úr strigadúk (nankin), (nú er það orðið sjerstakt fyrirtæki), o. fl. mætti lelja. V eggfóðraramálið. i. Timarit iðnaðarmanna (4. h. 1931) flutti fyrir nokkru ritstjórnargrein um „veggfóðr- aramálið“ og er þar rætt um, hvað því muni valda, að gólfdúkar liafa losnað á gólfum i Lándspítalanum og nýju símastöðinni, svo og hverjir beri ábyrgð á jiessu. Er niðurstaða greinarinnar sú, að raki, vítissódi og pappi undir linoleumdúkum liafi valdið skemdun- um og að veggfóðrararnir beri enga ábyrgð á skemdum í Landspítalanum. Þó það hafi reynst erfitt að finna liið sanna um ýms atriði í þessu máli og sum sjeu enn i óvissu, ])ó lcl jcg að fyrnefnd ritgerð skýri ekki að öllu leyti rjett frá, og leyfi mjer því að gera nokkrar athugasemdir við liana. Jeg vík þá fyrst að Landspítalanum. Jeg leitaði þar lil Trausta Ólafssonar, efnafræð- ings, sem jeg treysli besl til þess að dæma, meðal annars um hvernig áhrif vítissódinn hefði, sem borinn hafði verið á gólfin til þess að leysa upp málningarslettur. Hann gaf mjer skýrslu unr rannsóknir sinar og er hún prent- uð bjer á eftir. Skýrsla þessi sýnir, að vítissódinn skýrir það ekki fyllilega að dúkar losna. Sumstaðar liafa þeir losnað þar sem mikill lútur fanst i gólfsteypunni, á öðrum stöðum liafa þeir tollað, þó límingin hafi ekki fullan styrkleika. Að öllu athuguðu, telur hr. Tr. Ól. líklegt að nokkur raki liafi leynst i gólfunum eða brot- [ 2 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.