Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1932, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1932, Blaðsíða 12
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA um, að þetta hafi ekki getað stafað frá gólf- inu, en sennilegast að pappinn liafi veriS blautur eftir límingu, þegar dúkurinn var lagður á hann. Ot við veggina gat pappinn liinsvegar þornað og var því úllitið þar svo sem áður er greint frá. Þá er eftir að gera grein fyrir einu steypu- sýnishorninu (nr. VI), þar sem línoleunuiúk- ur toldi nú við eftir aðra límingu, en nokkur lútur reyndist vera í gólfinu. Jeg komst því miður ekki að þessum stað til athugunar, en múrari sá, sem með mjer var við skoðun á gólfunum, og tekið hafði sýnishorn þau, sem hjer er um að ræða, skýrði mjer svo frá, að þar sem sýnishorn þetta var tekið, inni í miðju herbergi við suðurlilið, hefði enginn raki ver- ið undr dúknum. Aftur á móti sagði hann, að við útveggina hefði dúkurinn verð laus, enda verið þar bleyta í pappanum undir dúknum. Hjer er enn eitt dæmi um ábrif rakans. Þar sem hann kemst undir dúk, hvort lieldur er línoleum — eða gúmmídúkur, er sýnilegt að límingunni er hætta búin, einkanlega þó, ef lútur keniur til greina. Jeg tel það eiginlega vera fyrir utan minn verkahring að leiða rök að þvi livaðan sá raki eða bleyta stafi, sem minst hefir verið á hjer að framan. En jeg vil þó benda á, að við suðurvegginn hefur orðið vart við bleytu, sem tæ])lega getur hafa komið annarstaðar frá en að utan, og þá sennilega helst með glugga. Jeg kom einhverntíma í vetur inn í lílið herbergi við suðurhlið og þar mátti pappinn undir lín- oleumdúknum beita rennvotur. Mjer er óskilj- anlegt, hvaðan það vatn hefði ált að koma nema utan frá. Kæmist nú vatn á þennan hátt, þó ckki væri nema á nokkrum stöðum inn um vegginn með gluggum er langt frá því að útilokað sje, að það gæti leitað niður í gegn- um hið þunna steypulag, sem.er ofan á tjöru- pappanum í gólfinu og siast þannig inn milli pappans og steypulagsins, svo langt sem þetta tvent nær inn í gólfið. Nú virðist ætlandi, að vatn komist þessa leið inn í aðalganga hússins, gegnum þykkan heil- steyptan vegg, og verður því nokkur ráðgáta, hverng sá raki, sem Jiar hefir gert vart við sig, hefir þangað komist með þvi að ósennilegt er að hann komi frá þeirri ldið, sem undan rign- ingaráttinni veit. Ef til vill hefir nokkur raki verið í gjallinu, þegar það var látið í gólfin, sem síðan hcfir leitað upp fyrir áhrif liitaus að neðan, og sest að í asfaltpappanum og efsta steypulaginu, með því að lengra varð ekki komist, af því að gúmmídúkurinn lók þar við. Loks vil jeg taka þetta fram: Mjer virðist, að af því sem fram er komið, sje ekki hægt að ásaka þá, sem lagningu gúmmídúkánna höfðu með höndum, fyrir á- orðnar skemdir. Um linoleumdúkana er það að segja, að aðkomandi raki, hvort lieldur er beint utan frá eða neðan úr gólfinu, virðist sumstaðar vera orsök þess, að þeir dúkar liafi losnað. Á einum stað þar sem jcg athugaði lausan línoleumdúk, tel jeg að dúkurin'n liafi ekki getað losnað af öðru en óaðgæslu við lagninguna, svo sem áður er sagt. En það sem jeg athugaði gólfin, samkvæmt framan- greindu, er mjer ekki unt að álykta alment um það, hvort óvönduð vinna kunni að vera or- sök framkominna galla, að þvi er linoleum- dúkana snertir. En það vil jeg segja, að komi það fyrir, að dúkar losni af gólfum, sem raka- laus mega leljast, þá lel jeg vafasamt, að sá sem verkið vann geti losnað við ábyrgðina. Það sem helsl mundi koma til greina, að göll- um gæti valdið við slíka lagningu, hygg jeg það tvent að límið væri of þunt og að það væri elcki látið þorna nógu vel áður en dúk- urinn var lagður ol'an á pappann. Jeg befi ekki gögn i liöndum til að dæma frekar um þetta atriði, en vil þó geta þess, að mjer liefir virst bera einkennilega lítið á klístursleifum í pappa þeim, sem jeg hefi athugað undir laus- um linoleum dúkum. Af tveimur sýnishornum af gjalli úr gólfum, sem atlmguð hafa verið, er það að segja, að raki i þeim var lítill, í öðru um V>% en i hinu um %%. I steypu ofan af gjalllagi var raki um 8% í einu sýnishorni, sem húsa- meistari sendi til athugunar, í pappa undan dúk á gólfinu sama staðar, var raki um 10%, en í gjallagi gólfsins var rakinn aðeins um T/2%. Alt virðist þvi benda til þess, að litill raki sje í gjallinu á gólfunum, en hinsvegar [ 6 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.