Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1932, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1932, Blaðsíða 14
T í M A R I T IÐNAÐARMAN NA an hitað með heitum múrsteinum og horið á sals- gólfið, og siðan var dúkurinn límdur með Kopal hartskitt án pappaundirlags. Þegar límingunni var iokið, varð jeg að hætta vinnu, þar sem jeg fór utan um það leyti, en verkið unnu þeir áfram Ágúst Mark- ússon og Jón Helgason bróðir minn. Gólfið hefir ekki þurft viðgerðar og er ekkert útlit fyrir, þrátt fyrir mikinn umgang, að þess þurfi í bráð, aftur á móti var það mitt fyrsta verk þegar jeg kom heim frá Höfn, eftir (i mán., að rífa upp dúkinn af neðsta ganginum og líma hann niður í Kobal. Meiri sóða- skap hefi jeg ekki komist i, en að hreinsa migluskán ])á sem rúglímið hafði myndað þar, strigaflöturinn svo fúinn að viða rifnaði upp í dúkinn við að hreyfa hann. Framanritað sýnir, að það er ekki rjett hjá húsa- meistara, að við veggfóðrarar höfum ekki haft þekk- ingu á þvi, hvernig líma eigi dúka á steingólf. Og til frekari sönnunar minu máli læt jeg fylgja eftirfar- andi VOTTORÐ. Reykjavík, 18. jan. 1924. Tapetserer Vielor Helgason, har arbejdet hos mig, blandt andet ved den nye Bygning for Islands National Bank, og han har vist sig at være meget dygtig og paalidelig Arbejder, og med godt Kend- skab til sit Fag. Guðjón Samúelsson. Sign. Hvað vottorð Sig. Ingimundarsonar snertir, þá kemur það mjer ekki á óvart þó þeir dúkar sem hann segisl hafa gert við færu ekki vel lil langframa. Þeir voru lagðir eftir útboðslýsingu frá skrifstofu húsa- meistara ríkisins í korklím, sem ekki er ætlað undir linöleum dúka, og eitt gólf var límt með rúglími. Og þar sem svo var rekið eftir vinnunni, að líma varð dúkinn áður en filtpappinn fjekk að þorna, þá til- kynti jeg að það mundi reynast illa. Hjer eigum við enga sök á orðnum skemdum. Hvað skrif hr. húsameistara Einars Erlendssonar snertir ]>á byrjar hann þau með að upplýsa, að fyrst árið 1931 hafi losnað gúmmídúkar á kjallara Lands- spítalans, síðan hafi linoleumdúkar losnað á efstu hæð hússins o. s. frv. Þetta sýnir það að linoleum- dúkarnir hafa ekki losnað i vatnssulli því, er Tr. Ól. gefur skýrslu yfir að sjeu i gólfunum fyrr en eftir ca. eitt ('ir, og sannar það að Iím mittt hefir verið ])ykt og sterkt lím þar sem það ])urfti þann tíma til að blotna upp. Hr. E. E. segir að jeg hafi lofað hvað eftir annað að lila á dúkana o. s. frv. en altaf svikið það. Þetta eru álíka ósannindi og jeg segði að hr. E. E. væri maður ókurteis og stirður i viðmóti. Eitt skifti mættumst við hr. E. E. inn á Tollskrifsofu, og kvað hann þá rjett að jeg færi suður eftir og liti á dúkana og samþykti jeg það. En þegar jeg þann sama dag ætlaði suður þangað, frjetti jeg að hr. Sig. Ingimundarson væri hyrjaður á viðgerðunum. Þar sem þetta var í eina skiftið, sem jeg hafði verið beð- in um að líta á dúkana, afrjeð jeg að hafa engin af- skifti af þessu að svo stöddu, þar sem jeg sömuleiðis vissi af hvaða ástæðum skemdirnar voru. Hr. E. E. segir, að jafnt hafi losnað dúkar af heilsteyptum gólfum og þeim, er voru með gjalllagi. Það mun vera kjallaragólfið, sem hann á við. Hr. Tr. Ól. tel- ur raka þar talsverðan, og þar sem þar eru heil- steypt gólf, þá-hlýtur þar að vera að ræða um jarð- raka og á honum tolla dúkar ekki frekar en á öðr- um raka. Þá talar hr. E. E. um, að enginn rjett- hugsandi maður muni lá sjer þótt fenginn væri út- Iendur maður í nýju símastöðina. Þar sem hr. E. E. hefir húsameistara mest notið vinnu þeirra Jóhann- esar og Sveinbjörns við gúmmílögn hjer í bæ, og það óaðfinnanlegri vinnu, þá hefir hr. E. E. verið illa hugsandi er hann gat svo fljótlega sett vinnu þeirra í samband við skemdirnar og svift þá þeirri atvinnu, er hjer lá fyrir í atvinnuleysinu. Hr. E. E. þykist hafa hoðið okkur .1. B. að láta gjöra rannsókn i Landspítalanum á kostnað spítalans. Vel boðið! En því ver og miður er jeg nú fyrst að kynnast ])eirri rausn hans. Hr. ,1. B. kannast heldur ekki við að hafa fengið slíkt boð. Að endingu kemur hr. E. E. með dæmi frá anddyrinu i Gamla Bíó og á það að sýna að gúmmí geti iegið svo árum skiftir i raka! Ef þessi ályktun væri ekki skrifuð af hr. E. E. hjeldi jeg hana koma frá manni, sem aldrei hefði verið við húsagerð riðinn. Gúmmíið á anddyrinu á Gamla Bíó nær úl að járnskinnu (10 sm. br.), sem er á útirið- um gólfsins, en á tröppunum og framhlið gólfplöt- unnar er sterkasta slitlag, eins og alt af á útitröpp- um, og þótt alt flæði út i vatni i rigningartið, þá fer ekki vatnið niður úr gúmmiinu og ósennilegt að það komist inn úr slitlaginu. Ef ályktun hr. E. E. væri rjett ættu þá ekki öll steinhús, þótt finhúðuð væru, að draga vatn meira og minna? Um skýrslu hr. Trausta Ólafssonar er það að segja, að þegar við Jóhannes Björnsson fengum hann til ])ess að rannsaka hvort vitissódinn væri valdur að skemdunum á gúmmilögnum Landsspitalans, þá full- yrti hanli, að enginn vítissódi væri finnanlegur und- ir dúknum. (Sbr. vottorð hans, sem prentað er í 4. hefti af Tímaritinu 1931). Annars ber framanrit- uð skýrsla það með sjer að orsökin til skemdanna er einkum raki og auk þess vítissódinn, þar sem hann er og nær raka. Hannleggur ekki ákveðinn dóm á hvaðan rakinn komi, en bendir þó á, að hann muni kominn inn með gluggum i suðurherbergjun- um, en eftir orðalagi skýrslunnar virðist auðsætt, að rakinn að norðanverðu í spítalanum (á göngunum) sje úr efra steypulaginu og frá sódaþvottinum, þar sem það hefur aldrei náð að þorna nema frá einni hlið, að ofan. Um sýnishorn nr. V og VI er skýrslan nokkuð á reiki. Hr. Trausti Ólafsson virðist vilja halda því [ 8 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.