Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Page 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Page 3
3 Formannaskipti hjá iðnsamböndum Noregs og Svíþjóóar. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA en áður, því að i dag væru þeir allt að 7% af starfsliðinu, en hefðu áð- ur verið allt niður í 0,3%. Að erindi Egil Einarsen loknu, voru umræður. Voru þær bæði í senn fróðlegar og lærdómsríkar. Helge Ormestad, kiæðskerameist- ari og formaður Iðnaðarmannafélags Oslóborgar, gat þess, að kennslan þyrfti auk annars að ná til moralsins. Það þyrfti, að kenna mönnum þýð- ingu þess að fara vel með allt efni, liirða vélarnar sómasamlega og nota timann vel. Hann hélt, að þessu væri minni gaumur gefinn nú en áður og gat þess til gamans, að þegar hann var að læra, hefði meistarinn sinn tekið smá pjötlu upp af gólfinu, þegar hann var að sníða og sagt: Heyrðu Ormestad, þetta eru 3 aurar. Stig Stefansson, formaður Iðn- sambands Sviþjóðar skýrði frá þvi, að í sínu heimalandi væri iðnaður eins konar þjóðarhreyfing. Sá þætti ekki maður með mönnum, sem ekk- ert kynni til handanna. Framkvæmdastjóri Iðnsambands Danmerkur, Börge Nissen, gat um nauðsyn þess, að iðnaðurinn fengi ráðunauta, sem heimsæktu fyrirtæk- in og gæfu verklegar og verzlunar- legar ráðleggingar. Minntist hann á landbúnaðinn danska til samanburð- ar, sem nyti mikils álits og hefði á að skipa fjölda ráðunauta. Drap hann ennfremur á nauðsyn þess, að reglusemi ríkti í viðskiptum og stjórnsemi og vöruvöndun. Undir þetta tók Svíi, sem sagði, að hverjum og einum væri heimilt að setja á stofn iðnfyrirtæki í Sví- þjóð, þótt hann hefði ekkert nám að baki. En þegar um samkeppni væri að ræða, sæju menn sér hag í því að hafa fagmenn. Annar Svíi talaði um stöðlun og taldi, að þrátt fyrir ýmsa kosti, væri rétt að hafa viss takmörk fyrir við- gangi stöðlunar. Minntist hann einn- ig á hættuna á því, að nieð fríverzl- un streymdu inn i löndin illa unnar vörur og þyrfti þá ríkisvaldið að sjá til þess, að vörugæði settu ekki niður við fríverzlun. Framkvæmdastjóri Iðnsambands Finnlands benti á þann ávinning, sem iðnaði landsins liefði orðið að stofnun liinna 8 upplýsingastofnana fyrri iðnaðinn, sem hefðu aðsetur sitt á mestu iðnaðarstöðum Finn- lands. í maí s.l. hélt Iðnsamband Noregs aðalfund sinn í Osló. Við stjórnar- kjör baðst Kaare Aass, verkfræðing- ur, eindregið undan endurkosningu i formannssæti sambandsins, en hann hefur gegnt þeim starfa í sex ár. Eftirmaður hans var kosinn Trygve G. Frederiksen, bókbands- meistari, Osló. Iðnsamband Svíþjóðar hélt aðal- fund i ágúst s.l. Lá m. a. fyrir þeim fundi að kjósa nýjan formann, þvi að Gerhard Nilsson, formaður Iðn- sambandsins hafði látizt i júlí. Gerhard Nilsson var 63 ára að aldri, ÞINGLAUSNIR. Að umræðunum loknum, var haldinn fundur i stjórn Norræna iðnsambandsins, en hana skipa for- menn iðnsambanda Norðurlanda. Var þar samþykkt, að Daninn Erik Hansen, ritari Norræna iðnsam- bandsins og Stig Stefanson, for- maður Iðnsambands Svíþjóðar sæktu Evrópuiðnþing í Briissel sem á- heyrnarfulltrúar á næsta ári. Þinginu var síðan slitið að öllum fulltrúum viðstöddum i hátiðarsal i iðnaðarmannahúsinu af Kaare Aass. Afhenti liann við það tækifæri hin- um nýja formanni Norræna iðnsam- bandsins, Stig Stefanson, fundar- hamar samtakanna. Að kvöldi laugardagsins sátu full- trúar boð á heimilum Trygve Fred- riksen, formanns Iðnsambands Nor- egs og Einars Höstmark, framkv.stj. Iðnsambands Noregs. Sátu þingfull- trúar þar í góðum fagnaði fram eftir kvöldi. Stjórn Norræna iðnsambandsins er skipuð Stig Stefanson, Sviþjóð, Poul Persson, Danmörku, Lauri Viljanen, Finnlandi, Trygve Fred- riksen, Noregi og Björgvin Frede- riksen, íslandi. Að lokum er skylt að geta þess, að Norræna iðnþingið fór i alla staði fram með miklum myndarbrag og var Norðmönum, sem fyrir því stóðu, til mikils sóma. Trygve G. Fredriksen t. v. og Stig Stefanson t. h. þegar hann lézt og hafði um árabil unnið að hagsmunamálum iðnaðar- ins i heimalandi sínu. Hann varð formaður Iðnsambands Svíþjóðar árið 1949 og gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa fyrir samtök iðnað- armanna. Meistari var hann í gler- slípun og speglagerð. Á aðalfundinum i ágúst var Stig Stefanson, sjóntækjasmíðameistari, kosinn formaður. Flytur Timarit iðnaðarmanna báðum hinum nýkjörnu formönnum beztu kveðjur og árnaðaróskir með hin virðulegu trúnaðarstörf. —0— Cciiið siörfin. NÝ BÓK FRÁ I.M.S.Í. Iðnaðarmálastofnun íslands hefur nýlega látið þýða þýzka bók um hagræðingu vinnunnar, og ber hún lieitið LÉTTIÐ STÖRFIN. Eru i bókinni 100 myndir og skýringar- textar með hverri mynd. Ennfrem- ur eru fyrst i bókinni 24 forsagn- ir um rétta tilhögun við vinnu og síðar aðrar 24 forsagnir með mynd- unum. í bókinni er fjallað um viðfangs- efni, sem alla starfandi menn varð- ar á auðskilinn og smekklegan liátt. Verður bókin LÉTTIÐ STÖRFIN til sölu i bókaverzlunum landsins. —O—

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.