Vikublaðið - 10.02.1950, Side 8

Vikublaðið - 10.02.1950, Side 8
8 VIKUBLAÐIÐ fanga í þessum flokki er meira gert en hina vondu. Þeir fá tækifæri til þess að ganga á námskeið og læra ýmislegt. Með því að sýna föngurh traust, þroskast ábyrgðartil- finning þeirra. En vitanlega eru allmargir fangar, sem misnota allt traust og enga ábyrgðartilfinningu hafa. Stjörnufangarnir borða í félagi eða sameiginlega. Þeir fá þægilega vinnu, og tölu- vert frjálsræði án eftirlits. Til þess, að þetta beri á- rangur, þarf að skipuleggja allt vel. Þegar um er að ræða fanga, sem hlotið hafa margra ára fangelsisdóm, er þeim smám saman kennt það, sem læra þarf til þess að verða að nýt- um mönnum. Og má kalla þessi fangelsi verknámsskóla. Sumir nefna þetta nám- skeið í uppeldisfræði, þó bók- námið sé lítið. í Wakefield fangelsinu hef- ur þetta fyrirkomulag gefið góða raun. — Námskeið fang- elsisins miða að því, að búa fangana undir lífið, eftir að þeir hafa afplánað afbrot sín. Þeir læra meðal annars smíð- ar, vélfræði og fleiri hand- verk. Það er góð sönnun fyrir á- gæti þess fyrirkomulags, sem ríkir í Wakefield fangelsinu, að þrír og fjórir fangaverðir nægja til þess að líta eftir hundruðum fanga, sem haf- ast við á vinnustöðunum og búa í „skýlunum“. Þessir fangar hafa bæði verið iðju- samir og þægir. Aðeins einn fanganna hef- ur tekið sér bessaleyfi. Hann fór heim til þess að heimsækja konu sína. En hún átti heima í Birmingham. Daginn, sem fanginn kom til borgarinnar, gerðu Þjóðverjar miklar loft- árásir á borgina. En heimili hans varð ekki fyrir skemmd- urn. Fanginn var svo heima hjá konunni, þar til lögregl- an sótti hann og kom honum til Wakefield. Það liðu þrettán ár þar til fangelsi með sama fyrirkomu- lagi og í Wakefield, var stofn- að í hermannaskálum í nánd við Falfield í Gloucester. Þar hefur allt gengið vel. Þetta fangelsi nefnist Tortworth- fangabúðir. Voru keyptir stórir úthagar til þess að láta fangana rækta. Þeir búa á vinnustaðnum. Árangurinn er svo góður í Wakefield, að 85% fanganna, sem þar hafa dvalið, hafa ekki framið afbrot eftir að þeim var sleppt úr fangels- inu, og því ekki komist und- ir manna hendur á nýjan leik. Það er ekki rétt, sem sumir menn segja, að þessi góða meðferð á föngum spilli þeim og geri þá heimtufreka og kröfuharða. Hver sá, sem heimsækir fangelsin 1 Tortworth og Wakefield, sannfærist um að svo er ekki. Fangarnir eru ekki látnir vinna þrælavinnu, eða leggja of hart að sér. Því- lík aðferð mundi hafa illt eitt í för með sér. Það hefur ver- ið prófað, að leggja þunga vinnu á herðar föngum. En það hefur borið illan árangur, eða orðið til ills. Hugmyndin er þessi, eða mergurinn málsins: Það á að gefa þeim, sem framið hafa refsivert athæfi, tækifæri til þess að bæta ráð sitt, efla sið- gæðið, fá trú á sjálfum sér, vinna virðingu annara með góðri framkomu og iðjusemi. Þessi fyrirmyndar fangelsi eða skipulag þeirra, er til mikillar blessunar, öllum þeim föngum, sem nokkur manndáð er eftir í. Hvað er hér á íslandi gert í því efni að bæta aðbúnað fanga? ----O----- Félagsmerkið (&) er eitt þeirra merkja, sem þræll Ciceros fann upp árið 53 f. Kr. Þrællinn hét Marcus Tiro, og var ritari Ciceros. í kerfinu voru um 30,000 tákn eða merki. En & er hið eina sem nú er notað. Það hefur verið tekið upp í mörg tungumál, eða yfir hundrað þeirra. ★ Firmað Robotyper Corp., Detroit, U.S.A., hefur fundið upp útbúnað til þess að mönnum sé fært að vél- rita á fleiri en eina ritvél í einu. Galdurinn er þessi: Rafleiðslur eru á milli vélanna (vacuum kerfi) og þarf ekki að rita nema á eina þeirra. Hinar vél- arnar, sem í sambandi eru, rita hið sama. Þetta verða alit frumrit. En vélamar geta líka samtímis tekið afrit.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.