Vikublaðið - 10.02.1950, Side 16

Vikublaðið - 10.02.1950, Side 16
16 VIKUBL AÐIÐ beiskju og hatri gegn öllu mannfélaginu, er hann dag- inn eftir var leiddur fyrir rétt. Hann margendurtók full- yrðingu sína um það, að hann hefði ekki tekið' meira en tuttugu þúsund. Dómarinn horfði á hann með hæðnis- glotti. Hann mælti: „Og þér álítið, að þér fáið okkur til þess að trúa þessu. Segið nú umsvifalaust frá því hvar þér hafið falið pening- ana.“ „Ég tók aðeins tuttugu þús- undir,“ sagði Johnny þrá- kelknislega. „Og hverju centi hef ég eytt í hana, þessa bölv- uðu Ijóshærðu stelpu.“ „Ekki svona stór orð. Við höfum hitt Dorit Herber, eða haft samband við hana. Hún hefur hjálpað okkur við þessi reikningsskil. Það er sanni nær, að þér hafið eytt hennar vegna h. u. b. tuttugu þúsund- um. Ungfrúin hefur skilað skartgripunum, loðfeldinum og öllu er þér hafið gefið henni. Hún segist ekki vilja eiga hluti, sem keyptir eru fyrir stolna peninga.“ Johnny sagði: „Hún lýgur! Henni var vel kunnugt um þjófnaðinn.“ „Þegið þér! Hvernig dirf- ist þér að tala þvílík orð um heiðarlega stúlku ? Þér eruð bæði þjófur og svikari.“ Johnny horfði á herra Hurchison. Hann var eins kuldalegur á svip og dómar- inn. Andlit hans var hart sem tinna, og meðaumkun var þar engin. „Þér sjáið, herra dómari,“ sagði Hurchison, „að hann heldur áfram sama bullinu og hann bar á borð fyrir mig. Ég gaf honum gott tækifæri til þess að sleppa við málsókn. Ég gat haft þau áhrif á stjórnina. Ég krafðist þess að hann skilaði því, sem vantaði á upphæðina.“ Johnny fékk málafærslu- mann. Hann sagði, að betra væri fyrir Johnny að vera þjálli viðfangs og skila því, sem eftir væri af peningun- um. Það var álitið, að hann hefði falið áttatíu þúsundir dollara. Og er það ekki smá- ræði. Málið var tekið til dóms. Réttarsalurinn var þéttskip- aður. Fólk vildi sjá þennan harðsvíraða glæpamann, sem ekki beygði sig fyrir yfirvöld- unum. Dorit Herber kom vel fyrir sjónir almennings og dómara. Hún sagði frá því rólega og yfirlætislaust, að hún hefði álitið, að Johnny hefði erft peninga þá, er hann eyddi og keypti gjafir fyrir handa henni. Hún kvaðst hafa kynnzt honum fyrir tveimur mánuðum. Ef hana hefði grunað, hvað gerðist, mundi hún aldrei hafa lagt lag sitt við hann. Dorit Herber var með stóru, bláu augun full af tárum, þegar dómur Johnny var les- inn upp. Dómurinn var þung- ur. Johnny var leiddur út úr salnum. „Þetta var mjög leiðinlegur viðburður fyrir yður, ungfrú Herber,“ sagði herra Hurchi- son. Hann hafði setið á sama bekk og ungfrúin. „Viljið þér ekki gera mér þá ánægju að lofa mér að aka yður heim?“ „Það væri mjög fallega gert af yður, herra Huchi- son,“ svaraði Dorit vingjarn- lega. „Það er hið eina skemmtilega, sem þetta mál hefur fært mér að höndum,“ bætti hún við um leið og hún gekk fram hjá einum dómar- anna, „að ég hef kynnzt yður.“ Þegar bíllinn var kominn fyrir fyrsta götuhornið, sneri Hurchison sér að Dorit og sagði brosandi: „Þetta fór vel, elskan mín.“ Dorit hallaði sér að honum og hló lágt. Hún mælti: „Það gekk betur en vænta mátti. Hve lengi eigum við að hitt- ast einungis á laun?“ Hún horfði ástúðlega á hann. Hann svaraði: „Ég álít, að það sé hyggilegast að leyna þessu fyrst um sinn. Það var gott að ég lagði þessi áttatíu þúsund ekki inn á mitt nafn. Það hefði líka verið ógæti- legt að geyma þessa peninga heima hjá sér. Hugsaðu þér, að lögreglan, af einhverjum ástæðum hefði gert húsrann- sókn hjá mér — eða þér. Það hefði orðið ljótt.“ „Þú hefur fengið dulmáls- Framhald á bls. 20

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.