Vikublaðið - 10.02.1950, Side 14
14
VIKUBLAÐIÐ
REYKJALUNDUR
Framh. af bls. 11.
REYKJALUNDUR
Framh. af fyrra dálki.
sótthreinsunarklefa, herbergi fyrir brjóstaðgerðir o fl. her-
bergi. — Á annarri og þriðju hæð eru m. a. 38 íbúðarherbergi,
eins og tveggja manna. Hverju herbergi fylgir sérstök (innri)-
íorstofa með fataskápum. Við forstofur þessar eru baðherbergi,
sem ætluð eru íyrir eins og tveg'gja manna herbergi, eða fyrir
þrjá menn. — í sambandi við aðra hæð er sólbaðsskýli og sól-
baðspallur. I kjallara er miðstöð og geymslur og fyrirhugað er,
að þar verði billiardstofa. — Húsið er hitað upp með svo-
neindri geislahitun og er í því mjög fullkomin loftræsting.
Byggingin kostar nú sem næst 4,3 millj. króna.
— Hvað eru margir vistmenn á Vinnuheimilinu?
— Þeir eru nú sem stendur 80. Heimilið hóf starfsemi sína
með 21 vistmanni, en getur mest tekið á móti um 100. — Á þess-
um 5 árum, sem liðin eru hafa alls 146 vistmenn dvalið á
heimilinu, en 70 farið þaðan.
— Hafið þið nokkuð handa öllu þessu fólki að gera?
— Já, hér hefur verið og er meira en nóg að gera og er það
von okkar að svo verði í framtíðinni. Atvinnugreinarnar,
sem nú eru starfræktar eru þessar: Leikfangagerð, trésmíði,
húsgagnabólstrun, kvenfatasaumur, bókband, skermagerð,
gljáprent, húsgagnafjaðragerð, ásamt verzlun, skrifstofu- og
heimilisstörfum. Síðastl. ár var tekin upp sú nýlunda varðandi
nám vistmanna, að stofnað var til iðnskólanáms og fengnir til
þess hæfir kennarar.
— Hvað um rekstur stofnunarinnar?
— Vinnuheimilið hefur verið rekið með hagnaði öll árin,
að undanskildu fyrsta árinu, og vonumst vér til að svo verði
áfram.
Stjórn heimilisins er skipuð 5 mönnum, sem kosnir eru til
tveggja ára. — Yfirlæknir og framkvæmdastjóri er Oddur
Ólafsson og hefur hann gegnt því starfi frá byrjun. Fyrir 2
árum var Arni Einarsson ráðinn framkvæmdastjóri með Oddi
Ólafssyni. Yfirhjúkrunarkona er frk. Valgerður Helgadóttir.
Ráðskona er Snjáfríður Jónsdótfir.
Forstöðumaður járnsmíðaverkstæðisins er Bjarni Bjarna-
son og hefur verið það frá byrjun. Fyrir saumastofunni er
Elín Sigurðardóttir og hefur hún verið það einnig frá byrjun,
og nú iim þriggja ára skeið hefur Hjörtur Kristjánsson staðið
fyrir trésmíðaverkstæðinu.
Þótt miklu hafi verið hrundið í verk að Reykjalundi er þó
mikið eftír, svo sem hin fyrirhugaða bygging vinnustofa
vistmannanna. Framh- á næsta dáUcL
— Hver er tilgangur Vöru-
happdrættis S. í. B. S.?
— Tilgangur Vöruhapp-
drættisins er sá, að það byggi
upp Reykjalund. — Fram-
kvæmdastjóri þess er Þórður
Benediktsson.
Ég þakka forsetanum upp-
lýsingarnar og kveð.
Öllum landsmönnum er
kunn hin mikla menningar-
stofnun, sem risið hefur upp
að Reykjalundi, og í mikilli
þakkarskuld stöndum vér við
þá menn, er að þeirri stofnun
standa.
Vöruhappdrætti S. í. B. S.
er lífæð uppbyggingar Reykja
lundar. — En jafnframt því
að styrkja S. í. B. S., getur
happdrættið fært stuðnings-
mönnum sínum stórar fúlgur
fjár og það orðið þeirra eigin
lífæð.
Að vera með í happdrætt-
inu kostar svo litla peninga,
að hver maður getur verið
með.
Ef þér, lesandi góður, eruð
ekki þegar virkur þátttak-
andi, þá legg ég til að þér
gerizt það nú þegar. J. V.
----o-----
Frú Baker, sem heima á I London,
kvartaði um það á hundraðasta af-
mælisdegi sinum, hve whisky væri
orðið dýrt.
Hún mælti: „í mínu ungdæmi
kostaði whiskyflaskan 1—2 krónur,
en nú 45 krónur. En whisky er bezta
svefnmeðal sem ég fæ.“