Glettingur - 17.01.1932, Blaðsíða 2

Glettingur - 17.01.1932, Blaðsíða 2
2 GLETTINGUR II. Frá fundinum. MOTTO: Eldi heitara brinnr með illum vinum friða fimm daga. en þá sloknar, es enn sétti kömr, ok versnar allr vinskapr. Hávamál. Menn væntu merkra tíðinda af bæjarstjörnarfundinum mikla, er haldinn var í „Kvennfjelaginu“ 13. þ. m. Pá átti nýja bandalagið að ganga undir eldskírn mótstöðu- mannanna. F'jHtist salurinn þegar í byrjun fundarins alt upp til miðra veggja. En á miðju gólfi sátu full- trúarnir, eins og naglar í skaflaskeifu: Skaflarnir í skeifunni voru þeir Andrésog Hamborgar-Jón, tábrodd- urinn var sjálfur oddvitinn. Honu'n næst til hægri sat Jörgensen, gneyp- ur og gunnreifur og beit vel frá sér. Pá Hermann hvasseygur að vanda, þá Hertervig, herðibreiður, fölur og ábúðarmikill. Vinstra megin oddvitans — þeim megin er hjartað hrærist, — sat næstur honum Guð- mundur Skarp, grannur og spengi- legur og líklegur til áhlaupa. Pá Gunnlaugur góðlátlegur. þögull og fáskiftinn, þá Fanndal, bústinn og breiður, þéttur á velli og léttur i lund, þá Pormóður, ele- gant og tígulegur svo af bar. Hóf- tunguna myndaði ritarinn Friðbjörn lágur í sessi en í íbygginn undir gleraugunum. Er vér litum yfir hinn fríða flokk og alla hans skip- an, flaug i hug vorn biblíusögnin um sorteringuna á sauðunum og höfrunum á efsta degi. Pví að vissulega var þarna tvískifting greini- leg. Pó var sá ljóður á að Fanndal var slitinn út úr samhengi og kýlt inn í fylkingu vinstri manna eins og fleyg eða skilvegg milli Fram- sóknar og Krata. Allur var salurinn skrýddur litböndum og fígúruverki, og grænum greinum — en ekki voru það pálmavíðargreinar — og á einum veggnum hangdi eitt dá- samlegt Herberts-málverk, skonn- orta á siglingu í stórsjó, en þar fyrir neðan þrumdi Friða gamla og réri fram í gráðið. Alt var hér við- hafnarmikið og hátíðlegt, og mátti það kallast forspil þessarar sam- kundu, að Möller birtist í miðri skeifunni, þessi smái moli, og bar þeim stríðsölið. Liklega hefir hann veríð sendur að tilhlutun slysa- varnardeildarinnar, ef að bæru yfir- Iið og aðrir krankleikar, þessum stað tilheyrandi. Fyrsta dagskrármál var „fundar- gerðir nefnda". Slöngvaði fógetinn valdsmannslega bunka af funda- protokollum í Friðb. Hann tók við hóglátlega og hóf lesturinn. Hvorttveggja var að hann var þarna hóf-tunga enda las hann í hófi, og það svo, að fáir máttu nema mál hans. Var engu líkar, en hann væri að pína uppúr sér gaddvírsrúllur eða flókin krókahundruð. Kvað svo ramt að um þetta, að fógetinn varð að koma honum til liðs. Var þeirra samband ámóta og þeirra Hjörleifs og Metternichts i Heljarslóð þá er stóðu í Hjörleifi kolabeinin. Hafði fóvetinn skrifað fundargerðina, og því rann honum til rifja eymd Friðbjarnar. — Fór svo að lokum, að þeir fjelagar klemmdu af fund- argerðarlestrinum, við vafasaman orðsti. Pá tók við afgreiðsla málanna og gekk hún skrykkjótt, þvi margir þóttust þurfa að endurbæta gerðir andstæðinganna, og fannst það á öllu, að hver þóttust hafa til síns ágætis nokkuð, enda mun svo vera. Sérstaklega varð aðsúgsmikill hrá- skinnsleikurinn milli fóvetans og Jóns úr Hamborginni útafHafnar- sjóðnum, sem virðist nú vera orðinn nokkurrskonar Iðunnarepli hinna sjóðanna. — Að minsta kosti er hann fulltrúunum erfiðastur, líklega af því að eitthvað er til í honum, en það ætti nú að mega bæta með því að tæma hann. — Mátti þarna heyra spaklegar umræður og orð- heppni í besta lagi. — Varfundar- gerð Hafnarnefndar samþykt með nærri einu atkvæði og töldu ýms- ir það í minsta lagi. Má búast við að næst verði einhver tillagan samþvkt með 0,5 atkv. eða álíka atkvæðisbroti. Vissulega er þetta hóflega og sparlega með atkvæðin farið, enda er gott að spara þau eins og annað í kreppunni og dýr- tíðinni, þau kosta peninga eins og fleira — að minsta kosti stundum. — Jón taldi foveta fara með „bá- bylgjur", þvi það væri að minnsta kosti „afar ókleyft” að sjá bænum farborða ef hvergi væri lán að fá nema í Hafnarsjóði. En fóvetinn áleit aftur á móti að Jóni væri það eigi vansalaust að fara með slík hindurvitni „fyrir fullum þingheimi". Varð töluvert orðaskak um fjármál- in. eins og geta má nærri, því nú er alt dautt og lifandi, líkamlegt og andlegt miðað við og talið í gull- krónum. Hertervig var oftast á sama máli og samrekkingar hansogþurfti oft að árétta „háttvirtar ræður“ fó- veta. Að öllum jafnaði voru frekar dauflegar og vatnsgrautarkendar um- ræðurnar, en þó lifaði vel yfir þeim, er jarðkaup bæjarins og jarðeign öll kom til umræðu, en einkanlega var það kotið Tunga sem hér þurfti ennþá einu sinni að taka ákvörðun um. — nú þarf nefnilega að selja kotið. — Má það vitanlega skoð- ast sem dýrtíðarráðstöfun að kaupa jörð og selja aftur eftir hálfs árs eign- arhald með 30—40prc hagnaði þess

x

Glettingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glettingur
https://timarit.is/publication/366

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.