Glettingur - 17.01.1932, Blaðsíða 3

Glettingur - 17.01.1932, Blaðsíða 3
GLETTINGUR 3 T I L B 0 Ð óskast í að járnslá húsið Túngata 23 utan. Tilboðum sje skilað fyrir kl. 12 á hádegi 20. þ. m. til undirritaðs. Siglufirði, 13. jan. 1932. Guðnr Skarphjeðinsson. PÓSTBÁ TURINN E.s. „Langanes11 verður hjer 21. þ. m. á yesturleið. Pormóður Eyólfsson. sem þá kaapir, og ætla menn að það réíti ekki síður við fjárhag bæj- arins en traktorinn frægi hennar Imbu Steins bjargaði 5 ára áætlun Rússanna um landbúnaðinn, — All- ir vildu fulltrúarnir að vísu selja kotið, en enginn var þar hrár eða soðinn hvað söluverðið snerti nema Andrés. Hann vildi ólmur selja kot- skrattann jafnvel með 50 prc. af- slætti, áður en það félli ennþá meira í verði eða legðist í auðn eins og Saurbær, Skeið og fl. stórbýli. — Viljum vér bæta því við að ekki er gerandi leikur til þess að láta kot þetta kasta rýrð á fyrirmyndar- búskap bæjarins á höfuðbólinu Hóli. — Fanndal maldaði i móinn og vildi fá hærra verð, eða jafnvel helst ekki missa jörðina og allan heyfeng- inn þar og má vera að þetta sé vel athugandi, sérstaklega ef taðan þar í Tungu skyldi vera eldföst. — Ákveðið var að selja kotið ef 10 þúsund fengist fyrir það, en um sölulaunin var ekki talað, né um að- stoðarm. við söluna, en þó má ganga að því vísu að þar verður fylgt sama sið og þá er kaupin voru gerð. Var þá gengið til kosninga í nefnd- ir og fór þar alt eins og stjórnir hlutafélaganna höfðu fyrir fram á- kveðið. Teljum vér það varla i frá- sögn færandi þó að einstaka smá- „blöff“ kæmu þar fram, eins og t. d. þegar Miðveldin eitruðu fyrir F'latsængurbúa með Steingrími lækni. En þó Steingrímur væri bólíimleg- ur létu þeir í engu blekkjast og héldu „stabilt" og fast við Gunnar og „púttuðu" honum í skólanefnd- ina. Töldu þeir hann vitanlega sóma sér þar einna best, enda er hann einskonar kamarjunkari bandalags- ins og mjög fram otað til vegtyll- anna t. d. spyrtu þeir hann saman við Pormóð í bókasafnsnefnd og er það allgott spyrðuband. Nú mun h.f. Flatsængin vera að fara yfrum eins og Einkasalan. Eng- in mun þó skilanefndin skipuð, því eignirnar voru víst litlar, utan ó- verulegur slæðingur af samviskubiti en það hefir aldrei verið í háu verði, svo að líklegt er að hver éti sitt. — En ait urn það er þó gleði- legt til þess að vita, er svarnir ó- vinir fallast í faðma á örlagastund- um og sættast. Er hérumrædd Flat- sæng eitt hið fegursta dæmi um þessa hluti og engu ómerkari en viðskifti þeirra Herodesar og Píla- tusar. Skemtanir. Síðan fyrir jól hafa mörg félög og stofnanir verið að kanna fjár- magn og gjaldþol bæjarbúa. Eru þar fremst í flokki ýms útbú eða sellur úr verkalýðssambandinu. Eru þetta bráðnauðsynlegar kreppuráð- stafanir. Telst oss svo til að eytt hafi verið í þessu skyni ca: lb þús- undum síðan á jólum. Er það á- móta og Tungukot kostaði: Lítur Allir sem efna til DANS- LEIKJA og SKEMTANA ættu að muna, að beztu dansmúsik, gamla og nýja við allra hæfi, veitir hið éé>ðkunná Jazz-band. út fyrir að alþýðan ætli sér að halda þessum bjargráðum áfram enn um stund. 1 næsta blaði mun hagfræðingur vor birta nánara yfirlit yfir þennan faraldur og útlitið á næstunni. Látið ^lettna menn semja au£lýsingar yð- ar og birtið þær í Glettin^i. Afþvi er peningalykt

x

Glettingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glettingur
https://timarit.is/publication/366

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.