Vikan - 12.02.1953, Blaðsíða 2
\l/
TeVIS F. MOREOW er mað-
ur nefndur. Hann á nokkra olíu-
brunna í Texas. Fyrir skemmstu
hélt hann veislu, sem lcomst í
heimsblöðin. Nú ætla ég að segja
svolítið frá þessari veizlu.
Til að byrja með tók Tevis
næturklúbb á leigu í Hoilywood
og réð þangað tvær danshljóm-
sveitir. 1 næturklúbbnum voru
meðal annars þrír barir. Næst
bauð hann 300 gestum í veizluna.
Meðal þeirra voru margar kvik-
myndastjömur og ýmislegt af
öðru frægu fólki, t. d. Doris Duke
(kona, sem á nokkra tugi millj-
óna), Nazli ekkjudrottning (móðir
Farouks fyrrverandi kóngs) og
Conrad Hilton hóteleigandi (sem
kemur við sögu hérna á næstu
blaðsiðu).
SVO var slegið upp balli.
Tevis gaf öllum gestunum sínum
pappírshatta frá Frakklandi, til
þess að koma mönnum í gott skap.
Ennfremur gaf hann þeim eins
mikið að drekka eins og þeir vildu
og eins mikið að borða eins og
þeir gátu i sig látið.
Svo var dansað alla nóttina.
Það voru sex leynilögreglumenn
í dansinum. I>eir áttu að gæta
þess, að enginn þjófur kæmist á
dansgólfið. Gestirnir báru skart-
gripi fyrir 35 milljónir króna. En
klukkan fimm um morguninn lauk
veizlunni með morgunverði og
kampavíni og þá kallaði Tevis á
reikninginn.
Og veizlan hans Tevis kostaði
400.000 krónur.
I tímaritinu Time, sem skýrði
frá þessari veizlu, var tekið fram,
að Tevis væri ekkert sérstaklega
ríkur milljónamæringur. Hinsveg-
ar sagði Time í næsta liefti frá
óskaplega ríkum milljónamæringi,
sem þá var nýlega látinn. Sá
milljónamæringur hét frú Corne-
lius Vanderbilt. Nú vill svo vel
til, að hún hélt líka frægar veizl-
ur, svo að bezt er að segja svolít-
ið frá henni líka.
Hún var komin yfir áttrætt,
þegar hún dó. Enska blaðið Daily
Mirror segir um hana: „Hún safn-
aði konungbomu fólki eins og
börn safna frímerkjum." Blaðið
segir einnig, að hún hafi verið
„drottning samkvæmislífsins•' í
New York í meir en fimmtíu ár.
Af blaðafregnum af andláti
hennar er helzt að sjá sem einn
af þjónum hennar hafi grátið hana
hvað mest. Sá maður heitir Stan-
iey Hudson, og blaðamenn hiýddu
honum yfir í tilefni af andlátinu.
Hann segir svo frá, að einn
góðan veðurdag hafi frú Vander-
bilt kvatt hann á fund sinn og
sagt: „Hudson, nú er hinum stór-
kostlegu veizlum mínum lokið.
Farðu og njóttu lífsins.“
Þetta var í fyrra. Og í dag er
Hudson eiginlega orðinn frægpir
maður, af því að þetta kom fyrir
hann. Hann er að minnsta kosti
kominn I blöðin.
I frásögur
færandi
ElNKARITRARI Daily 3Ur-
ror í New York heldur áfram frá-
sögn sinni:
„Stanley Hudson, frægasti þjönn
Bandaríkjanna, gat varla varist
gráti, þegar hann sagði frá þessu.
Nú blandar hann kokteila á hóteli
í New York. Hann sagði við mig:
„Það hryggir mig, að hún skyldi
krefjast þess, að ég færi frá
henni.“ Og bætti svo við: „Sumar
veiziurnar hennar kostuðu nærri
milljón krónur stykkið. Enda sagði
hún stundum: 1 þær kemur ein-
ungis fínasta fólkið.“
Þegar frú Vanderbilt var upp
á sitt bezta, lét hún frá sér fara
um 10.000 boðskort á ári!
Það sem mér finnst vanta :
ennþá á umræðumar um áfengis-
málin er að bannmenn og and-
banningar leiði saman hesta sína
í blöðunum — hlið við hlið. Ég
á ekki við langhundana, sem birt-
ast öðm hvom, þar sem einn mað-
ur kveður sér hljóðs og segir sína
meiningu og annar kemur svo
löngu síðar og svarar honumfull-
lun hálsi. Ég vil bjóða umboðs-
mönnum bannmanna og andbann-
inga sína tvo dálkana hvomm og
stilla þeim síðan upp liiið við hlið
á sömu blaðsíðunni, svo að fólk
geti borið saman rök þeirra og
málflutning, án þess að verða að
hafa undir höndum heilan bunka
af blöðum og tímaritum.
Þetta er stundum gert í útlönd-
um og gefst vel.
Ein aðalröksemd andbann-
inga gegn áfengisbanni er sú, að
drykkjuskaparyfirsjónum fjölgi
með höftum. Og þetta er engin
ný fullyrðing. Til dæmis segir svo
í norsku blaði — frá 1926:
„Það er um fernt að velja: 1)
ekkert bann, 2) eftirlit með vín-
nautn, 3) brennivínsbann og 4)
algert bann. Nú vill svo til, að í
fjórum höfuðborgum Norðurland-
anna gildir sín reglan á hverjum
stað. Lítum á árangurinn.
„Drykkjuskaparyfirsjónir á 10
þús. íbúa eru í þessum borgum:
1) Kaupmannahöfn (ekkert bann)
75; 2) Stokkhólmur (eftirlit) 166;
3) Osló (brenni-
vínsbann) 646; 4)
Helsingfors (al-
gert bann) 773.“
Þetta stóð sem
sagt í norsku
blaði 1926. Ég hef
ekki hugmynd
um, hvort töl-
urnar eru réttar
eða rangar. En
nú væri gaman
að fá til birting-
ar athugasemdir
bannmanna og
a.ndbanninga.
Auðvitað yrðu
höíundarnir að
vera stuttorðir
og gagnorðir. En
VIKAN mundi
með mestu á-
nægju birta eftir þá stuttar
greinargerðir, þó helst þannig, að
hún gæti stillt þeim upp lilið við
hlið.
G. J. A.
Kœra VIKA,
Ég hlusta d Keflavíkurútvarpið og
heyrði þá oft til Peggyar Lee. Get-
urðu ekki sagt mér eitthvað um hana,
t. d. hvort liún er ung eða gömul og
helzt birt mynd af henni.
Unnandi dœgurlaga.
Sól er að síga til viðar,
senn verður allt kyrrt og hljótt.
Nálgast í hrífandi húmi
heillandi Parísarnótt.
Það er sælt að sitja og dreyma
út við Signu kvöldin löng.
Það er auðvelt öllu að gleyma
við óm af hennar söng.
Framhald á bls. 14.
j FORSÍÐUMYNDIN
Hér er myndin af Peggy Lee. Hún
var tekin fyrir jólin, þegar hún var
að safna leikföngum fyrir félagsskap
sjóliða. Þeir ætluðu ekki að leika sér
að leikföngunum sjálfir heldur gefa
fátækum börnum þau um jólin. Af
myndinni geturðu sjálfur séð að
Peggy er ekki gömul.
Nýkomið:
Voltmælar fyrir riðstraum og rakstraum 220 volt 2 stærðir.
Amperemælar, 10—15—25—40—60 og 100 amp.
Amperemæla í báta (rakstraum) 60—0—60 amp.
Ennfremur nýkomið:
Bílaleiðslur m. teg.
Kertaþráðir.
Dynamóar. (Chev. og Ply.)
Dynamóanker.
Ljósaskiptar í borð með öryggi.
Flautucutout
Perur 6 volta í afturljósborð og Parkljós.
BOCH straumlokur,
í allar teg. amerískra bíla o. m. fl.
Til sölu er einnig:
18 kw. rakstraumsrafall 220 Volt og
10 kw. riðstraumsrafall 220 Volt.
Raftækjaverzlun Halldórs Ólafssonar
Rauðarárstig 20. — Sími 4775.
Pétur Thomsen fréttaljós-
myndari tók hana. Það er jóla-
tré í baksýn, en það skiptir
minnstu máli. Aðalatriðið er
svipurinn á litlu telpunni yfir
nýju brúðunni sinni.
Svar til S. Ó.
1. Því miður vitum við ekki hvað
kvæðið „Kvöld við Signu" heitir á
ensku, en á frönsku heitir það „La
Seine" þ. e. Signa. Svona er textinn
eftir Helga Jónasson:
Kvöldið er kyrrlátt og fagurt,
Hvíslar sín ómþýðu ljóð,
Signa, er við bakka bylgjast
(og) blikandi fer sína slóð.
Otgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
2