Vikan - 12.02.1953, Blaðsíða 5
Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu
E F T I R
Ethel Lina White
10
25. KAFLI
Starfish-stræti.
AF smjaðurbrosi lögregluforingjans réð Viola
að nú væri Rafael Cross kominn í símann.
„Þetta hélt ég líka,“ sagði hann. „Ha, ha, já
maður lærir að geta sér til um fólk . . . Er það
satt? . . . Já, ég skal spyrja hana að þvi . . .
Þakka yður kærlega fyrir upplýsingarnar.
„Eruð þér leikkona?" spurði hann og sneri sér
skyndilega að Violu.
,,Já, en . . .“
„Heyrðu góða mín. Ég var að frétta að þú
liefðir leikið þetta áður. Hættu nú þessum leik-
.araskap —- annars fer illa fyrir þér. Pabbi stúlk-
unnar viðurkennir ekki að hún sé horfin.“
„Hann þorir ekki að viðurkenna það, því . . .“
Hún hélt áfram að mótmæla meðan lögreglu-
Jþjónninn reyndi að vísa henni á dyr. Og þar sem
hún sýndi lögreglunni mótþróa, varð hún auð-
vitað að taka afleiðingunum. Þessvegna stóð hún
að lokum úti á götunni, blóðrjóð af sneypu.
Vonbrigðin voru henni enn sárari af þvi að hún
hafði haldið að ráðagerðin væri fullkomin og að
hún hefði hegðað sér skynsamlega í stað þess að
flana út í björgunarstarfið alein. Eftir þessar
hrakfarir var henni orðið ljóst að hún yrði að ná
sambandi við Foam, ef hann hefði ekki fengið
skilaboðin frá henni. Þó hann legði strax af stað
til Starfish-strætis, gæti það jafnvel orðið of seint.
Það var þó líklegt að Bergman biði með að
rannsaka gimsteinana þar til Cross kæmi.
Árangurslaust leitaði hún að símaklefa. Loks
klifraði hún yfir girðingu og staulaðist upp að
elnu íbúðarhúsinu. Henni til mikilla vonbrigða,
sagði þjónninn að enginn sími væri í húsinu um
leið og hann kom auga á hana, þó hún sæi glitta
í símavírana. Eftir að hafa reynt nokkur hús,
sannfærðist hún um að íbúar þessa sveitaþorps
hættu ekki á að hleypa ókunnu fólki inn á heim-
ili sín. Auk þess var hún þegar búin að eyða
dýrmætum tíma til einskis.
1 ráðaleysi sinu og taugaóstyrk fór hún að
hlaupa. Hún hugsaði ekki um annað en að Beat-
rice var í hættu stödd og að hún yrði að gera
eitthvað. Bílarnir viku úr vegi fyrir henni þar
sem hún hljóp eftir miðjum veginum og sá þá
ekki. Öðru hvoru hljóp hún yfir auð svæði. Það
var engu líkara en að hún væri sett saman úr
vélahlutum og gengi reglulega eins og klukka.
Hún fann livorki til áreynslu né þreytu. Hún hafði
hlaupið lengi, þegar vélin breyttist allt í einu i
lifandi veru aftur og hún gafst upp.
Eftir nokkra hvild fór hún að átta sig.
„Það gagnar ekki þó ég sprengi mig. Ég verð
að ganga1 ef ég fæ ekki bíl. Það er heimskulegt
að hlaupa.“
Þó hana verkjaði í fæturna og hún staulaðist
lafmóð áfram, hvíslaði hver taug í líkama henn-
ar: „Flýttu þér, flýttu þér. Þú verður of sein!“
Hún þorði ekki að líta á klukkuna. Bílstjórinn
hafði sagt að húsið væri í fimm mílna fjarlægð.
Hún áleit að hún væri búin að hlaupa eina mílu
og reiknaði með að vera enn í fjögurra mílna
fjarlægð frá ákvörðunarstaðnum. Liklega gæti
hún gengið tvær mílur á klukkutíma.
Bílarnir stönzuðu ekki. Annað hvort sáu þeir
. hana ekki í myrkrinu, eða þeir fóru of hratt á
beinum veginum. Brátt hætti hún að fylgjast
með vegvísunum og hafði enga hugmynd um hve
lengi hún væri búin að staulast þannig áfram.
Öðru hvoru hugsaði hún um Beatrice og hætt-
urnar I Starfish-stræti. Hún reyndi að hugsa
um hvað biði hennar og hvernig hún ætti að snú-
ast við því, en hún sá enga lausn á þvi vanda-
máli.
Hún var að því komin að gefast upp, þegar
upplýst auglýsingaspjald kom allt í einu í ljós.
Á því stóð Starfish-stræti og auglýsing frá bygg-
ingarfélaginu, sem sá um byggingu húsanna.
Þreytan hvarf og hún beygði út af veginum.
Engin gata lá milli húsanna og allt var grafið
sundur með skurðum. Viola hrasaði um múr-
steina og óð leðjuna upp í ökla.
Öll húsin voru eins — tvær stofur og eldhús
niðri og þrjú svefnherbergi og baðherbergi uppi.
Sum virtust fullgerð, önnur voru enn umkringd
vinnupöllum.
Fólk var flutt í örfá húsanna og að þeim beindi
Viola athygli sinni. Hún reiknaði með þvi að
gluggahlerarnir væru fyrir gluggum rétta húss-
ins, svo enginn gæti séð það sem fram færi inni,
og þessvegna varð hún að staulast umhverfis
hvert húsanna um sig, til að vera viss um að
fara ekki framhjá.
Þar sem ibúarnir bjuggust auðsjáanlega ekki
við að neinn væri á ferli, voru gluggatjöldin ekki
dregin fyrir og hún gat virt þá fyrir sér. Annars
staðar lýsti vasaljósið hennar á auða kalkveggi,
þegar hún beindi því inn um gluggana. Þessi sí-
felldu vonbrigði drógu úr henni kjarkinn og hún
var jafnvel farin að hugsa um að sleppa húsi,
sem stóð í dálítilli fjarlægð frá hinum hæst á
hæðinni.
Þegar hún kom nær vaknaði áhugi hennar aft-
ur, því fyrir gluggunum var vírnet og dökk
gluggatjöld komu í veg fyrir að hún gæti séð
hvort dimmt var inni eða ekki.
Þessu hafði hún kviðið alla leiðina. Nú stóð hún
ráðalaus fyrir utan húsið án þess að hafa nokkra
hugmynd um hvað hún ætti að gera. Hún lædd-
ist dauðhrædd í kringum það í von um að sjá
ljósglætu eða heyra raddir, en þögnin og myrkrið
grúfðu yfir þessu óhugnanlega húsi. Þegar hún
kom að bakdyrunum var örvæntingin búin að
ná tökum á henni og hún þreif stein og kastaði
honum gegnum gluggann.
Hún: varð að teygja sig" á tá til að ná í smekk-
lásinn gegnum brotnu rúðuna, en það tókst.
Nokkrar sekúntur liðu áður en hún þorði að
hreyfa sig í myrkrinu, svo þreifaði hún eftir
slökkvara.
Rafljósið sannaði henni að húsið væri í notkun.
1 eldhúsinu var ísskápur og eldavél, sem báru
þess merki að hafa verið notuð nýlega. 1 vask-
inum voru sígarettustubbar, eggjaskurn og te-
lauf.
Viola hlustaði: „Það er enginn í húsinu,“ sagði
hún við sjálfa sig. „Þau eru farin.“
Nú óttaöist hún ekki lengur árás, heldur það
að ekkert gerðist. Hún neyddi sig samt til að
leita vandlega í hverjum skáp i öllu húsinu.
Á efri hæðinni hafði auðsjáanlega ekkert her-
bergjanna verið notað nema baðherbergið. Þar
lágu handklæði á víð og dreif og sápuvatn stóð í
vaskinum. Aftur á móti hafði einhver búið í einu
herberginu á neðri hæðinni. Þar var rúm með
rúmfötum. I öðru herbergi var furðulegt safn af
húsmunum. Á gólfið var staflað bókum við hlið-
ina á brotinni smásjá og ritvél. Hjarta hennar
kipptist til þegar hún kom auga á nokkra af
litríku púðunum hennar Goyu og spegillinn I
gyllta rammanum, sem stóð upp við vegginn.
Myndin af prestinum sem stóð á arinhyllunni
hafði áður staðið í herbergi ungfrú Power. Þessir
hlutir sönnuðu að konurnar tvær voru samsekar.
En hvergi sást neitt, sem benti til að Beatrice
hefði verið þar, ekki einu sinni leyfar af hinu
sterka ilmvatni hennar. Það var ekki fyrr en
Viola var að fara að hún rann á einhverju sem
lá á gólfinu. Það reyndist vera óhreint, visið
blóm, sem einu sinni hafði verið hvítt.
Um leið og hún lagði það varlega niður í vesk-
ið sitt, kom kökkur í hálsinn á henni. Beatrice
hafði þá verið hér nýlega — líklega nokkrum
mínútum áður en hún kom. Héðan af gæti hún
ekkert gert annað en snúa við til London.
Þegar Viola staulaðist aftur út á veginn vissi
hún að hún hafði ekki einu sinni krafta til að
ganga til Foxley. En hvaða máli skipti það? Hún
mundi bara halda áfram að ganga þar til hún
gæti ekki meira. Allt í einu kom bill eftir veg-
inum. Bílstjórinn kom auga á ungu stúlkuna, sem
reikaði meðfram vegabrúninni. 1 bílnum voru
vingjarnleg eldri hjón. Þegar konan hafði sann-
fært sig um að ekkert væri að stúlkunni, lét hún
hana halla sér aftur á bak í aftursætinu og lof-
aði henni að sofna í friði.
Viola vissi ekki af sér fyrr en bíllinn stanzaði
og maðurinn tilkynnti: „Colosseum hótel“.
Sendillinn, vinur hennar, sem hafði kvatt hana
við hóteldyrnar þegar hún fór, tók nú á móti
henni og hún undraðist það mest að hann skyldi
ekki hafa breytzt, því henni fannst langur tími
hafa liðið síðan hún sá hann síðast.
Þó Viola kviði því að segja fréttirnar, var hún
miljónamæringnum sárreið.
„Ef hann hefði ekki farið svona með mig, væri
Beatrice heil á húfi. Ég skal svei mér ekki hlífa
honum við að heyra sannleikann.“
Hún flýtti sér að opna hurðina áður en hún
missti kjarkinn — og stanzaði í dyrunum agndofa
af undrun og gleði.
Hlátur og glaðlegar raddir glumdu við. Her-
bergið virtist fullt af fólki. Mack, Don, Foam og
Stirling-hjónin snerust í kringum Beatrice, sem
leit ljómandi vel út í mjallhvítum kjól og með
glansandi hárið.
Violu langaði til að hlaupa í fang hennar, en
hún stillti sig.
„Ertu komin aftur?“ spurði hún kæruleysis-
lega. „Leikurinn tókst bara vel.“
,,Ágætlega,“ svaraði Beatrice í sama tón. „Þú
hefur verið að snuðra einhvers staðar.“
Glampinn í augum hennar sýndi Violu hve
þakklát hún var. Taugar hennar höfðu verið
Veiztu —?
1. Hvort koma þrumur eða eldingar á
undan ?
2. Hver sagði: „Hvað brast svo hátt,“
hvar var það sagt og hverju var svar-
að ?
3. Hve margir fermetrar eru í einum fer-
kílómeter ?
4. Hvaða borg er aðseturstaður vísinda
og rannsókna í Sovétríkjunum ?
5. Nefnið fjögur fræg skáld, sem skrif-
uðu meðan þeir sátu í fangelsi?
6. Hvort segir maður 7 og 9 er 15 eða
7 og 9 eru 15 ?
7. Hvað þýðir mjaldur?
8. Hver skrifaði leikritið „Ungfrú Júlía“ ?
9. Hvers vegna eru frosnar kartöflur sæt-
ar á bragðið?
10. Með hverjum börðust Spánverjar í
heimsstyrjöldinni 1914—18 ?
Sjá svör á b\s. llt.
5