Vikan - 12.02.1953, Blaðsíða 13
Hann rændi þúsundir manna
heilbrigðri skynsemi — þar á
meðal sjálfan sig
sem þeir einir finndu sem kynnu listina
að reykja. Hann talaði um hversu
hressandi það væri að finna ilminn og
bragðið af köldum reyknum í munn og
hálsi. — Gjörið þið svo vel, sagði hann
og rétti fram hattinn. Fáið ykkur síga-
rettu.
Þegar ég hafði staðið þarna í tíu
mínútur, var löngun mín í sígarettu orð-
in óbærileg. Ég kveikti í eini — og mér
leið strax alveg dasamlega vel. Það fór
eins fyrir öllum hinum. Ræða Rudolfs
og sannfæringarkraftur sefjaði allan
hópinn og þegar hátturinn var tómur,
streymdu allir yfir gulan sandinn —
að turninum mínum. Menn stóðu í röð,
rifust og hrintu til að komast að og
ég seldi fleiri sígarettur en ég hefi
nokkum tíma gert í draumi. Seinna um
daginn, þegar alilr voru búnir að birgja
sig upp margar vikur fram í tímann,
horfðum við Rudolf út á ströndina.
Alls staðar lágu baðgestir og reyktu
með sælubros á vör. Ég var farinn að
halda að ég hefði selt þeim ópíum.
Þá var mér litið á Rudolf. Hann stóð
við búðarborðið, mændi hungruðum
augum inn fyrir, vætti skrælþurrar
varimar og hann, sem aldrei á æfi
sinni hafði reykt, stundi: Láttu mig fá
einn pakka af sígarettum.
Þennan dag lærði ég margt um eig-
inleika mannanna. Rudolf hafði með
töfrum og sannfæringarkrafti komið
þúsundum manna í algleymisástand og
þegar hann sá það endurspeglast úr
öllum áttum, hafði það sömu áhrif á
hann sjálfan og vakti löngun hans til
að verða eins. Og nú sat þessi forfallni
bindindismaður í tuminum mínum og
reykti Lucky Strike í ákafa.
Morguninn eftir var Rudolf hvergi
sjáanlegur þegar ég vaknaði, en
þegar ég ætlaði að fara að opna hum-
inn minn, reikaði han náfölur eftir
ströndinni og horfði vesældarlega á
mig, — Þú ert veikur, Rudolf, sagði
ég. Hann kinkaði kolli þungur á brún.
Svo trúði hann mér fyrir því, að hann
hefði verið veikur alla nóttina. Hann
hafði legið á ströndinni, kaldur og
kvalinn af hræðilegum uppköstum. —
Nikótínið, stundi hann. Ég er ekki van-
ur að reykja.
Rudolf fór og ég lét hann einan um
vanlíðan sína, enda bjóst ég við að fá
nóg að gera.
En enginn viðskiptavinur lét sjá sig
1 tvo tíma, svo ég gekk niður á strönd-
ina. Þar stóð Rudolf og pataði ákaft
með höndunum, umkringdur hóp áheyr-
enda. Ég ruddi mér braut gegnum
hópinn til að hlusta á fræga sölu-
manninn. Hann var að halda ofsa-
fengna og ástríðuþrungna ræðu. til
áróðurs fytir góðu og gagnlegu mál-
efni, sem hann ætlaði að koma af stað
— til að losa mannkynið við hin skað-
legu áhrif tóbaksnautnarinnar.
Ég hlustaði heillaður á hann og skip-
aði mér þegar í stað undir merki hans
ásamt hundruðum annarra manna —
og ég hefi ekki reykt eina einustu
sígarettu síðan.
Lest hinna miklu leyndardóma
AÐ er haft fyrir satt um Austurlandalestina
svokölluðu, að um borð í henni geti allt skeð
og hafi allt skeð — einhverntíma. Þetta er járn-
brautarlestin, sem í tæp sjötíu ár hefur haldið
uppi ferðum milli Parisar og Istanbul og fer nú
þrisvar sinnum í viiku í gegnum járntjaldið.
Þetta er eimlest hinna miklu leyndardóma, enda
hafa verið skrifaðar um hana margar bækur,
sumar sannar og sumar lognar, og kunnir höf-
undar á borð við Agatha Christie sótt í hana
yrkisefni sitt. Þar að auki hafa spennandi kvik-
myndir verið látnar gerast um borð í þessari
lest, njósna og glæpamyndir gerðar af kunnum.
kvikmyndastjórum á borð við Carol Reed og
Alfred Hitchcock.
Það er ekki ofsögum sagt af því, að með þess-
ari lest (hún kemur við í 11 tollstöðvum og fer
um sex lönd) hafi ferðast fleiri eða færri sýnis-
horn af öllum manntegundum: fjárhættuspilarar
og smyglarar, diplomatar og kvennaveiðarar,
auðkýfingar og njósnarar. Enda hefur verið sagt
um lestina: „Ef til væri listi yfir alla farþega
liennar frá því hún hóf ferðir, mundu sjást á
honum nöfn flestra kunnustu manna heimsins —
og flestra stórglæpamanna.“
1 raun og sannleika eru leiðirnar þrjár, sem
lestin fer um Evrópu. Frægasta leiðin liggur um
Svissland til Feneyja, Trieste, Zagreb, Belgrad,
Sofiu og loks til Istanbul. Önnur leið er frá
París til Bukarest, um Innsbruck, Salzburg, Vín-
arborg og Budapest.
Það var á þessari leið, sem síðasta dularfulla
morðið var framið í lestinni. Það skeði í febrúar
1950 og sá myrti var liðsforingi í bandaríska hern-
um og hermálafulltrúi í Rúmeníu. Hann var
drepinn með þeim hætti, að einn eða fleiri menn
fleygðu honum út úr lestarvagni, þegar lestin fór
á mikilli ferð í gegnum löng jarðgöng i Austur-
ríki.
Morðingjarnir eru ófundnir ennþá. Þá hafa þeir
ekki heldur fundist mennirnir, sem drápu óþekkt-
an Englending i lestinni eftir strið; andlát hans
bar til með þeim hætti, að honum var hrynt út
um glugga, þegar lestin fór yfir brúað hengiflug
i Alpafjöllum.
Austurlandalestin
var í miklu afhaldi
hjá konungbornu fólki
fyrir styrjöldina. 1
hinum „konunglegu"
vögnum hennar var
íburðurinn geisimik-
ill, enda ferðuðust oft
með henni kóngar
á borð við Gustav
Svíakóng, Michael
Rúmeníukóng, Georg
Grikklandskóng og
Alfonso Spánarkóng.
Einn kóngur enn
var tíður gestur:
Boris II frá Búlgaríu,
en hann hafði mikið
dálæti á járnbrautura
og ók þessari oft
sjálfur þann hluta
leiðarinnar, sem lá
um konungdæmi
hans.
Indverskir furstar
hafa líka löngum tek-
ið þessa makalausu
eimlest fram yfir
aðrar. Þannig segja
gamlir starfsmenn á
Istanbul-leiðinni frá
einum, sem leigði sér-
stakan vagn til þess
að flytja sjö af kon-
um sínum frá Tyrk-
Um Austurlandalestina hafa verið
búnar til kvikmyndir og reyfarar
landi til Parísar. „Það er alveg ótrúlegt,“ segir
lestarstjóri, sem var með i þeirri minnisverðu
ferð. „Konurnar voru allar ungar og fagrar.
Nokkrar voru hvítar. Og þær báru þunnar silki-
blæjur á andlitunum og höfðu örlítinn gimstein
í öðrum nasavængnum og einn stóran í hægra
eyra.“
Austurlandalestinni hefur óneitanlega hrakað
síðan þetta var. Ferðirnar lögðust að sjálf-
sögðu niður í striðinu, og íburðurinn er ekkert lík-
ur því sem var. Til dæmis eru nú ekki í lestinni
sérstakir klefar fyrir kjölturakka og steypiböð.
Þó er enn yfir vögnum hennar einhver sérkenni-
legur rómantískur blær, og ekki vantar það að
ennþá gerist í henni dularfullir atburðir og sér-
kennileg æfintýri. Og dularfullir karlar og konur
halda áfram að ferðast með henni, þó að obb-
inn af farþegunum sé að sjálfsögðu sem áður
fyrr ósköp venjulegt ferðafólk. En það verður
semsagt ekki af Austurlandalestinni skafið, að
hún er eftir sem áður fyrsta flokks efni í góðan
reyfara.
II næsta blaði VIKUNNAR mun birtast V
nokkuð skritin grein S
UM AFTURGÖNGUR |
OG DRAUGAGANG
Auk þess viljum við vekja athygli á V
skemmtilegri grein X
UM HJÖNASENNUR
— og hvernig helst er hægt að fyrirbyggja X
þær. Að ógleymdu framhaldi hetjusögunn- $
ar sönnu um X
ODETTE SANSOM
— Þú með þitt „Blessaður vertu þetta er alveg hættulaust, þeir
eru nærsýnir"!
13