Vikan


Vikan - 05.03.1953, Síða 12

Vikan - 05.03.1953, Síða 12
Nokkur sannleikskorn um □ VEIKARA KYNIÐ LlTUM nú andartak á „veikara kyn- ið“: I fyrsta lagi er meðalaldur konunnar 68 ár, en karla aðeins 63. Hinsvegar er hún talsvert næmari fyrir minniháttar sjúkdómum en karlmaðurinn. Konur eru sjaldan litblindar og stama nærri því aldrei. Magasár, sem nú er orðið algengt með karlþjóðinni, er líka mjög fátítt hjá konum. ♦ Karlmenn munu eflaust mótmæla, en þó mun það vera heilagur sannleikur, að konur standi fastar á skoðunum sín- um en þeir. Þær eru lengur að taka endanlega afstöðu til mála, en úr því má líka heita að þær séu óbifanlegar. Það er fyrst og fremst karlmaðurinn, sem er reikull í ráði. ♦ Flestir karlmenn mvrnu hafa tekið eftir því sem strákar, hvað konumar eru afkáralegar, þegar þær ætla að fleygja einhverju, til dæmis bolta eða steini. Þetta er þó ekki þeim að kenna, blessuðum lömbunmn, því að þeirra liðamót em mun verr fallin til þess- háttar hreyfinga en karlmannsins. Hinsvegar em þær mun fimari en karl- ar að hneppa hnöppum aftan á baki. Þar fá þeirra liðamót almennilega að njóta sín. ♦ Það er staðreynd, að konur tala meir en karlar. Ennfremur er fullyrt, að þær lesi með meiri athygli. Hin slynga kona leyfir manninum sínum að lifa í þeirri sælu trú, að hann sé „betur gefinn“. En sannleikurinn er sá, að kynin em hnífjöfn hvað gáfnafarið snertir. Auk þess hefur „meðalkonan" í flestum löndum notið örlítið meiri menntunar en ,,meðalmaðurinn“. Þó reka konurnar sig á það, að það er mun erfiðara fyrir þær að komast í vinnu en karlmennina. Þar að auki fá þær oftast mun minni laun en karlar — líka fyrir nákvæmlega sömu vinnu. Skýrslur afsanna þá uppáhalds- kenningu karlmanna, að konur séu lélegir ökumenn. I Bandaríkjunum — „föðurlandi“ bílsins — lenda karl- menn til dæmis í níu sinnum fleiri um- ferðarslysum en konur. Loks er þess að geta, að konur hafa tiltölulega stærri maga en karlar og borða meira miðað við stærð. POPE sagði um KVENFÓLKIÐ: „Fæstar konur eru gæddar ákveð- inni skapgerð. Flestar þeirra eru um of hverflyndar til þess að mótast eða taka varanlegum áhrifum. Þær eru ýmist ljóshærðar eða dökkhærðar — annan mun er varla hægt að gera á þeim.“ Odette yfirgaf skrifstofu Buckmasters og gekk að lyftunni. Henni til undrunar beið hún á sömu hæð með opnar dyrnar. Maður í borgaralegum fötum stóð inni í lyftunni. Hún hafði það á til- finningunni, að hann væri að bíða eftir henni. Hann lokaði dyrunum, þegar hún var komin inn, og lyftan seig niður á neðstu hæð. Maður- inn elti hana út úr húsinu. Hún hélt í áttina að hinu stóra verzlunarhúsi Selfridges. Maðurinn var enn á eftir henni. Götuljósmyndari stóð á gangstéttinni og tók af henni mynd. Hann setti miða í lófa hennar, og sagði eitthvað um að senda henni, gegn póstkröfu, sex myndir í póstkorts- stærð. Odette gekk inn í Selfridges, fór í lyft- unni upp á fjórðu hæð, síðan niður aftur, og hélt út úr húsinu hinum megin. Hún leit í kringum sig. Maðurinn, sem hafði verið á eftir henni, sást nú hvergi, en hann liafði verið býsna nærri þegar götuljósmyndarinn tók myndina. Hann hefði vel getað gefið honum merki . . . Hún hélt aftur á skrifstofuna til Buckmasters, og sagði honum hvað gerzt hafði. ,,Ég er svo sem alls ekki viss um, að þetta hafi verið neitt," sagði hún. ,,Ef til vill ekki. Ertu með miðann sem ljós- myndarinn fékk þér?“ ,,Já, hann er hérna." „Gott. Við skulum láta athuga hann. Hvar býrðu?" „1 Kensington, hjá frænku minni, frú Geary." „Ég held þú ættir að flytja frá frænku þinni." Hann nefndi hótel eitt í suðvestur hluta borg- arinnar, og spurði hvort hún kannaðist við það. Hún gerði það. „Þú ættir að flytjast þangað," sagði hann. „Ég hringi í þá og segi þeim að þú sért að koma. Það er dálítið óvenjulegt hótel, enginn mim til dæmis segja þér að skrifa nafn þitt í gestaskrána, og þú verður ekki látin fá neinn reikning þegar þú ferð. Það er allt fritt þar. Þetta sem gerðist áðan hefur ef til vill enga þýðingu, en maður getur aldrei verið viss. Þú skalt að minnsta kosti ekki setja það fyrir þig. Vertu svo blessuð á meðan, Lise.“ „Vertu bless, Buck.“ Odette las fyrirmælin seinna um daginn. Aðgerð: „Clothier". Nafn í þjónustunni: „Lise". ' Áfangastaður: Auxerre. LOKAFYRXRMÆLI: Þú ferð héðan með flugvél til Gibraltar. Síðan verður farið með þig til staðar á austanverðum Golf du Lion, þar sem nokkrir meðlimir deildar- innar munu hjálpa þér til að ná sambandi við „Raoul". Raoul mun síðar ráðleggja þér hvernig bezt verði að komast til Auxerre, þar sem þú átt að hafa aðal-aðseturstað . . .“ Það var satt, þetta reyndist vera langt mál, og Odette las það vandlega, unz hún þóttist viss um hún myndi það allt örugglega. Síðan fór hún aftur að finna Buckmaster. Hún gerði athugasemd við einn stað í fyrir- mælunum, þar sem talað var um að hún skyldi „skipuleggja hæfilegan hóp fólks af báðum kynj- um til að hjálpa sér við framkvæmd málsins." Hún væri kona, og þó að konur í Frakklandi, eins og annars staðar, væri auðvitað undirstaða allra valda, þá særði það þó metnaðarkennd karlmanna að láta konur skipa sér fyrir. Þetta ætti ekki sízt við um Frakka. Hún stakk upp á þvi að hún fengi að velja einhvern trúverðugan mann, sem að nafninu til yrði yfirmaður starf- seminnar. Hún gæti eftir sem áður haft stjórn- ina í höndum, aðeins mundi hún stjórna gegnum hann. Buckmaster fellst á þetta. Síðan spurði hann hvort búið væri að gera allar varúðarráðstafanir eins og ætlazt var til. Hún sá að hann leit á vinstri hönd hennar. „Já," sagði hún. „Þeir þurftu að saga sund- ur gamla giftingarhringinn minn, til að ná hon- um af. Það er grafið innan í þennan nýja „A Odette: Paris 1930,“ og kemur það alveg heim við nýju ævisöguna mína." Hún hló. „Ég get ekki annað sagt en að þið hugsið vel fyrir hlut- unum." „Hafa fötin þín líka verið athuguð?" spurði Buckmaster. „Já. Hver einasta pjatla, hver einasti saumur, er annað hvort franskur eða hefur á sér franskt framleiðslumerki. Ég valdi þau með hjálp stúlku sem kom frá Frakklandi fyrri aðeins fáeinum mánuðum — yfir Pyreneafjöllin. Ég valdi mér sérstaklega dökkgráan jakka og pils — til þess að ekki sæist á þeim óhreinindin á fangelsinu." „Heldurðu að þú lendir í fangelsi, Lise?“ spurði hann alvarlega. „Ég veit það ekki. En það skaðar ekki að vera undir það búinn." „Já, það er sjálfsagt rétt. Og nú er komið að því dálítið óþægilega augnabliki þegar ég . . . hérna . . . þegar ég læt þig fá vopn þín. Ein af þessum pillum mun gera óvin þinn óvirkan í 24 tíma, því að hún ■ orsakar sérstaklega slæman magaverk og innvortis óþægindi. Ef þú þarft að gera þér upp veikindi, þá taktu eina sjálf. Það verður ekki notalegt, en það mun blekkja hvaða lækni sem er. Þú skilur þetta?" „Já.“ „Þessar pillur hafa hinsvegar öfug áhrif. Þær eru styrkjandi, og ættirðu aðeins að taka þær ef þú værir mjög þreytt en þyrftir að vinna þýð- ingarmikið verk. Það má treysta því að þær hressa mann, bæði andlega og líkamlega. Og passaðu þig að rugla þeim ekki saman við hinar!" „Ég skal passa það.“ „Ef þú laumar einum af þessum í kaffið hjá einhverjum, þá mun sá hinn sami ekki vita hvað gerist kringum hann í að minnsta kosti sex tíma. Og þá hefurðu magaverkinn, hressinguna og svefnmeðalið. Það er aðeins ein tegund enn, Lise." Hann hélt á lofti lítilli brúnni kúlu, á stærð við baun. „Hérna er B-ið sem við köllum. Ef þú lend- ir í einhverjum vandræðum, og það virðist alls engin leið til að komast úr þeim, ja, þá er þó alltaf sú leið að taka þessa pillu, og þar með verður þú komin úr vandræðunum um alla eilífð, á sex sekúndum. Mér er sagt að það sé kvala- laust. B er skammstöfun fyrir banvæn." Hún tók við pillunni með nokkrum semingi og stakk henni í veskið sitt. „Ég er hræddur um að þetta sé ekki mjög falleg skilnaðargjöf, og þessvegna ætla ég að gefa þér aðra. Gjörðu svo vel, Lise, þessu fylgja ástar- kveðjur frá Frönsku deildinni." Hann fékk henni lítinn böggul. I honum var yndislegt silfurmen. Hún átti engin orð til að lýsa þakklæti sínu. Loks sagði hún: „Hvenær fer ég?“ „Á morgun. Þú átt að mæta hjá ferðaskrifstof- unni í Paddington, og ég þarf ekki að taka það fram að þú átt að vera borgaralega búin. Þar verður tekið á móti þér af manni frá okkur, manni sem þú þekkir. Þú ert fröken Bédigis, starfstúlka á opinberri skrifstofu, og farangur þinn verður undanþeginn rannsókn. Liðsforing- inn, sem tekur á móti þér, fylgir þér út á flugvöll, athugar að allt sé í lagi og kyssir þig síðan létt á kinnina. Þegar þvi er lokið, getur verið að þú farir, en einnig getur verið að þú farir ekki. Það er komið undir vindinum, veðrinu og flughernum. Ef þú skyldir fara, þá óska ég þér alls hins bezta. Ef þú ferð ekki, þá hittumst við bráðlega. Er það nú nokkuð sem þú ert í vafa um?“ „Nei. Allt er fyllilega ljóst. En það er eitt sem mig langar að biðja þig að gera." „Sjálfsagt, hvað er það?“ „Telpurnar minar gera ráð fyrir að ég fari til Skotlands, og þær munu eiga von á að heyra frá mér. Þessvegna hef ég skrifað þeim heilmikið af bréfum, ódagsettum. Ef ég skýt þeim hingað inn á leiðinni til Paddington, mundirðu þá ekki vilja setja þau í póst, svona eitt á viku, þangað til þau eru búin." „Það skal ég auðvitað gera. Nokkuð annað?" „Nei. Ekkert annað. Nú er bezt að ég komi mér heim á hótel til að pakka niður." Hún rétti út höndina. „Vertu sæll, Buck, og þakka þér fyrir." „Vertu sæl, Lise.“ Framhald i nœsta blaði. 12

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.